Stuðningsgrein: Atkvæði mitt fær Andrea Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 26. júní 2012 14:00 Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar forsetaframboðin ber á góma koma iðullega upp sömu tuggurnar. Við þurfum forseta með reynslu og allt að því barnalegt sé að kjósa framboð sem ekki eru líkleg til árangurs, því sé best að velja á milli þeirra sem líklegir eru til að vinna. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og heimfært þetta á ríkjandi pólitísk öfl í landinu. Ef við værum að ganga til Alþingiskosninga og ég færi með þann þankagang í kjörklefann væru valkostirnir ekki margir né ýkja áhugaverðir þ.e. valið stæði á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir eða Framsókn væru svo villta kortið í stöðunni og ný framboð eða viðlíka ferskleiki kæmust ekki á blað vegna reynsluleysis því fyrirfram útilokað væri að þau næðu meirihluta. Stór partur af vanda þjóðarinnar er sú hugsun að kjósa á milli kvalara sinna eins og skoðanakannanir gefa sterklega til kynna. Þó þær séu oftast settar fram með eins villandi hætti og hugsast getur þá hafa þær alltaf áhrif á þá sem eru óákveðnir. Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum frambjóðendum því allir hafa málstað að verja eða bakland að þjóna. Ég get samt ekki annað sagt en að mér finnst óþægilegt að sjá fólk breytast í fasi, málfari, klæðarburði og hárgreiðslu við það eitt að vilja þjóna þjóðinni, eins og að keppnin standi um flottustu grímuna. Þessi pistill er í sjálfu sér ekki sérstakar hugleiðingar mínar um hvað ég ætla eða ætti að kjósa heldur stutt greinargerð með atkvæði mínu sem ég er löngu búin að úthluta. Atkvæði mitt fær Andrea. Hún fær ekki atkvæði mitt af því hún er kona eða fór í forsetaframbjóðendabúðina og keypti sér lágstemmdu draktina í lágstemmdu alþýðulitunum. Hún fær atkvæði mitt af þeirri einföldu átæðu að hún hefur haldið uppi málsvörn fyrir heimilin í landinu á óeigingjarnan og málefnalegan hátt án þess að láta lýðskrum þeirra sem verja kerfisvilluna og misskiptingu lífsgæða trufla sig. Hún á svo sannarlega ekki mikla möguleika miðað við skoðanakannanir en mér er nákvæmlega sama. Einhverjir gætu talið mig alveg eins geta skilað auðu en svo er alls ekki. Þetta er einfaldlega spurning um hugarfar. Ef við viljum breyta einhverju í fársjúku samfélagi þá byrja breytingarnar hjá okkur sjálfum og þær byrja á því að taka afstöðu gegn hræðslunni við breytingar og taka afstöðu með fólki sem þorir.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar