Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar 26. júní 2012 13:00 Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Örn Karlsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar