
Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur
En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama.
„Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir.
Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir.
Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar!
Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað.
Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur.
Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú.
Þannig talar Þóra.
Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum.
Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki.
Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru.
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar