Íslenski boltinn

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Hag
Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

HJK Helsinki varð Finnlandsmeistari í 24. sinn á síðasta ári (KR varð Íslandsmeistari í 25. sinn) en félagið var þá að vinna titilinn þriðja árið í röð. Liðið er á toppi deildarinnar í dag með 9 sigra í 13 fyrstu leikjum sínum.

HJK Helsinki sló út liðið Bangor City í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra en datt síðan út fyrir Dinamo Zagreb frá Króatíu í 3. umferðinnni. HJK fór þá í Evrópudeildina en datt þar út fyrir þýska liðinu Schalke 04.

Fyrri leikurinn verður í Finnlandi 17. - 18. júlí en sá síðari á KR vellinum 24. - 25. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×