Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2012 13:05 ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Sjá meira
ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Sjá meira