Innlent

Agnes vígð til biskups dag

Séra Agnes M. Sigurðardóttir
Séra Agnes M. Sigurðardóttir
Séra Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð í embætti biskups í Hallgrímskirkju í dag. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu.

Athöfnin er öllum opin en hún hefst klukkan tvö. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við margmenni við Hallgrímskirkju í dag og hefur hún beðið kirkjugesti um að mæta tímanlega.

Nokkrir erlendir biskupar verða viðstaddir vígsluathöfnina, þar á meðal Michael Jackson, erkibiskupinn í Dublin og Jógvan Fríðriksson, Færeyjabiskup.

Þá mun dómkórinn, Mótettukór Hallgrímskirkju og kirkjukór Hólskirkju í Bolungarvíg syngja í vígslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×