Innlent

Reykvíkingur ársins veiddi Maríulaxinn í Elliðaánum

Theodóra Rafnsdóttir, Reykvíkingur ársins, landaði fyrsta laxinum úr Elliðaánum, eftir að veiðitímabilið hófst þar klukkan sjö í morgun. Sex punda laxinn beit á nánast strax eftir að beitan lenti á vatnsfletinum.

Þetta er fyrsti lax Theodóru, eða Maríulaxinn, en i æsku veiddi hún nokkra marhnúta.

Theodóra var valin Reykvíkingur ársins samkvæmt ábendingum frá almenningi, en hún hefur meðal annars starfað í þágu unglinga með skerta starfsgetu og að skógrækt á Breiðholtssvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×