Íslenski boltinn

Afturelding skellti bikarmeisturum Vals

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lára Kristín var í 17 ára landsliði Íslands sem komst í úrslitakeppni EM á síðasta ári.
Lára Kristín var í 17 ára landsliði Íslands sem komst í úrslitakeppni EM á síðasta ári.
Afar óvænt úrslit urðu í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna þegar Afturelding lagði bikarmeistara Vals að velli á Hlíðarenda 1-0.

Hinn 17 ára miðjumaður Mosfellinga, Lára Kristín Pedersen, skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu.

Afturelding hefur nú unnið tvo leiki í röð í deildinni en liðið vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð 1-0 gegn KR. Liðið hefur nú sjö stig í 7.-9. sæti í deildinni líkt og Selfoss og Afturelding.

Valur hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en liðið lá 1-0 gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Liðið hefur 13 stig í fimmta sæti.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×