Sport

Klitschko varði titlana sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klitschko með beltin sín fimm í gær.
Klitschko með beltin sín fimm í gær. Nordic Photos / Getty Images
Wladimir Klitschko er enn handhafi fimm heimsmeistaratigna í þungavigt eftir sigur á Bandaríkjamanninum Tony Thompson í gær.

Klitschko, sem er 36 ára gamall, vann á rothöggi í fimmtu lotu en bardaginn fór fram í Sviss. Alls hefur Klitschko unnið 58 bardaga á ferlinum en aðeins tapað þremur. Hann á samtals 51 sigur á rothöggi.

Hann er handhafi WBA, IBF og WBO, IBO og The Ring-titlanna í þungavigt en bróðir hans, Vitali, er WBC-meistarinn í greininni. Hann mætir Þjóðverjanum Manuel Charr í Moskvu þann 8. september næstkomandi.

Wladimir hefur ekki tapað bardaga í átta ár en var nú að verja titlana fimm í annað skiptið eftir að hafa bætti WBA-titlinum með því að vinna David Haye í fyrra.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×