Amazon þróar snjallsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2012 10:48 Jeff Bezos, stjórnarformaður og stofnandi Amazon. mynd/AFP Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um innreið Amazon á snjallsímamarkaðinn. Nú þykir ljóst að þróun snjallsímans sé á lokastigi og að Amazon hafi sótt um fjölda einkaleyfa vegna tækisins. Þá hefur fyrirtækið samið við tævanska raftækjaframleiðandann Foxconn um að sjá um framleiðslu snjallsímans. Líklegt þykir að síminn verði knúinn af Android stýrikerfinu en Kindle Fire spjaldtölvan notast við sama hugbúnað. Apple og Samsung hafa lengi vel drottnað yfir hinum ört vaxandi snjallsímamarkaði en fyrirtækin seldu tæplega 400 milljón snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ljóst er að Amazon vill tryggja sér hlutdeild á þessum markaði. Amazon er þó að mörgu leyti frábrugðið samkeppnisaðilum sínum. Öfugt á við Apple, Samsung og THC þá getur Amazon selt vörur sínar með tapi því tilgangur Kindle Fire og hins væntanlega snjallsíma er að færa notendur nær vefverslun fyrirtækisins. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Talið er að vefverslunarrisinn Amazon sé nú að þróa sinn eigin snjallsíma. Fyrirtækið, sem lengst af seldi rafbækur, og það með góðum árangri, hefur á síðustu árum aukið umsvif sín verulega á raftækjamarkaðinum með vörum eins og Kindle lesbrettinu og Kindle Fire spjaldtölvunni. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki síðustu mánuði um innreið Amazon á snjallsímamarkaðinn. Nú þykir ljóst að þróun snjallsímans sé á lokastigi og að Amazon hafi sótt um fjölda einkaleyfa vegna tækisins. Þá hefur fyrirtækið samið við tævanska raftækjaframleiðandann Foxconn um að sjá um framleiðslu snjallsímans. Líklegt þykir að síminn verði knúinn af Android stýrikerfinu en Kindle Fire spjaldtölvan notast við sama hugbúnað. Apple og Samsung hafa lengi vel drottnað yfir hinum ört vaxandi snjallsímamarkaði en fyrirtækin seldu tæplega 400 milljón snjallsíma á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ljóst er að Amazon vill tryggja sér hlutdeild á þessum markaði. Amazon er þó að mörgu leyti frábrugðið samkeppnisaðilum sínum. Öfugt á við Apple, Samsung og THC þá getur Amazon selt vörur sínar með tapi því tilgangur Kindle Fire og hins væntanlega snjallsíma er að færa notendur nær vefverslun fyrirtækisins.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira