Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1 Kristinn Páll Teitsson á Kaplakrikavelli skrifar 5. júlí 2012 12:51 Mynd / Ernir Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku. FH hefur verið á fljúgandi ferð síðustu vikur og voru þeir fyrir leikinn taldir líklegri. USV Eschen-Mauren höfðu þó ákveðið tromp í hendinni með óvissu en FH renndi nokkuð blint í sjóinn fyrir leikinn. FH tók strax völdin á vellinum og liðið ætlaði sér greinilega að gera út um leikinn strax. Þeir fengu fjölda færa í fyrri hálfleik en brenndu hvað eftir annað úr góðum færum. Það var ekki fyrr en sláarskot Valdet Istrefi vakti þá til lífsins en mínútu síðar kom fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Albert Brynjar Ingason. Guðjón Árni Antoníusson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og krossaði fyrir á Albert sem stakk sér framfyrir varnar- og markmann USV og skoraði í autt netið. Aðeins tveimur mínútum seinna flautaði dómari leiksins, Dzianis Shcharbakou, til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom köld vatnsgusa í andlit FH. Þá átti USV Eschen-Mauren skyndisókn og upp úr henni kom jöfnunarmark sem Marco Fassler skoraði. Þetta virtist slá FH út af laginu og voru næstu tuttugu mínútur rólegar. Þá hinsvegar tóku FH-ingar aftur við sér og skoruðu annað mark. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir að hafa komið inná sem varamaður. Þrátt fyrir fjöldan allan af færum í seinni hálfleik náði FH ekki að bæta við og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH. FH-ingar fara því með eins marks forystu út til Liechtenstein en hljóta að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki í þægilegri stöðu. Þeir fengu aragrúa færa sem hefðu mátt fara betur á meðan gestirnir nýttu aðeins eitt af tveimur færum sínum í leiknum. Heimir: Ekki eins þægilegt og ég hefði óskað„Þetta var ekki eins þægilegt og ég hefði óskað en við kláruðum þetta þó, núna er bara að fara í útileikinn í næstu viku, halda hreinu og komast áfram," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Það skiptir miklu máli að fá ekki á sig mark á heimavelli í Evrópukeppninni þannig að halda hreinu var auðvitað fyrst á lista fyrir leikinn. Hinsvegar ætluðum við okkur auðvitað að skora nokkur mörk og reyna að komast út með gott veganesti fyrir seinni leikinn." FH klúðraði fjölda færa í leiknum en náði að komast yfir rétt fyrir hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði. „Það var fínt að ná fyrsta markinu rétt fyrir hálfleik. Hinsvegar komum við ekki tilbúnir í seinni hálfleik og þeir jöfnuðu strax." „Við þurfum að vera skynsamir fyrir seinni leikinn. Við höfum viku til að undirbúa okkur og við verðum tilbúnir í þann slag," sagði Heimir. Albert: Áttum skilið stærri sigur„Mér fannst við eiga skilið stærri sigur í kvöld en þeir eru hættulegir í hröðum sóknum og nýttu sér eina slíka hér í dag," sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH eftir leikinn. „Við ætluðum okkur sigur, skora nokkur mörk en fyrst og fremst ætluðum við að halda hreinu. Þegar það mistókst reyndum við að setja auka púður í sóknarleikinn." Albert skoraði mark rétt fyrir hálfleik sem létti eflaust taugar stuðningsmanna FH en gestirnir voru fljótir að svara eftir hálfleik. „Það er gott að setja eitt á markamínútunni, það er léttir að brjóta ísinn. Við hefðum átt að fylgja því eftir í seinni hálfleik en það klikkaði hjá okkur." „Sem betur fer náðum við öðru markinu, við förum bjartsýnir inn í seinni leikinn og við höfum fulla trú á að við förum áfram. Mér fannst við betra liðið hér í dag og við verðum bara að taka það hugarfar út," sagði Albert. Björn Daníel: Erum sterkara lið„Við unnum Evrópusigur en þetta er óþarfa mark sem við fáum á okkur ofan á það að ég hefði viljað vinna þetta stærra," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það var óþarfi að fá á sig mark strax eftir hálfleikinn, sérstaklega þegar við höfum öll völd á vellinum." Þrátt fyrir að hafa yfirburði allan leikinn náðu FH ekki að hrista lið USV Eschen-Mauren af sér. „Að mínu mati hefðum við átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik, þeir hentu sér fyrir boltann og við skutum í slánna. Svona er þetta í Evrópuleikjum, ef þú nýtir ekki færin þín þá færðu það einfaldlega í bakið." „Mér finnst við vera sterkara en þetta lið og við ætlum okkur að fara til Liechtenstein og vinna þann leik." Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku. FH hefur verið á fljúgandi ferð síðustu vikur og voru þeir fyrir leikinn taldir líklegri. USV Eschen-Mauren höfðu þó ákveðið tromp í hendinni með óvissu en FH renndi nokkuð blint í sjóinn fyrir leikinn. FH tók strax völdin á vellinum og liðið ætlaði sér greinilega að gera út um leikinn strax. Þeir fengu fjölda færa í fyrri hálfleik en brenndu hvað eftir annað úr góðum færum. Það var ekki fyrr en sláarskot Valdet Istrefi vakti þá til lífsins en mínútu síðar kom fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Albert Brynjar Ingason. Guðjón Árni Antoníusson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og krossaði fyrir á Albert sem stakk sér framfyrir varnar- og markmann USV og skoraði í autt netið. Aðeins tveimur mínútum seinna flautaði dómari leiksins, Dzianis Shcharbakou, til hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom köld vatnsgusa í andlit FH. Þá átti USV Eschen-Mauren skyndisókn og upp úr henni kom jöfnunarmark sem Marco Fassler skoraði. Þetta virtist slá FH út af laginu og voru næstu tuttugu mínútur rólegar. Þá hinsvegar tóku FH-ingar aftur við sér og skoruðu annað mark. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson eftir að hafa komið inná sem varamaður. Þrátt fyrir fjöldan allan af færum í seinni hálfleik náði FH ekki að bæta við og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH. FH-ingar fara því með eins marks forystu út til Liechtenstein en hljóta að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki í þægilegri stöðu. Þeir fengu aragrúa færa sem hefðu mátt fara betur á meðan gestirnir nýttu aðeins eitt af tveimur færum sínum í leiknum. Heimir: Ekki eins þægilegt og ég hefði óskað„Þetta var ekki eins þægilegt og ég hefði óskað en við kláruðum þetta þó, núna er bara að fara í útileikinn í næstu viku, halda hreinu og komast áfram," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Það skiptir miklu máli að fá ekki á sig mark á heimavelli í Evrópukeppninni þannig að halda hreinu var auðvitað fyrst á lista fyrir leikinn. Hinsvegar ætluðum við okkur auðvitað að skora nokkur mörk og reyna að komast út með gott veganesti fyrir seinni leikinn." FH klúðraði fjölda færa í leiknum en náði að komast yfir rétt fyrir hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði. „Það var fínt að ná fyrsta markinu rétt fyrir hálfleik. Hinsvegar komum við ekki tilbúnir í seinni hálfleik og þeir jöfnuðu strax." „Við þurfum að vera skynsamir fyrir seinni leikinn. Við höfum viku til að undirbúa okkur og við verðum tilbúnir í þann slag," sagði Heimir. Albert: Áttum skilið stærri sigur„Mér fannst við eiga skilið stærri sigur í kvöld en þeir eru hættulegir í hröðum sóknum og nýttu sér eina slíka hér í dag," sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH eftir leikinn. „Við ætluðum okkur sigur, skora nokkur mörk en fyrst og fremst ætluðum við að halda hreinu. Þegar það mistókst reyndum við að setja auka púður í sóknarleikinn." Albert skoraði mark rétt fyrir hálfleik sem létti eflaust taugar stuðningsmanna FH en gestirnir voru fljótir að svara eftir hálfleik. „Það er gott að setja eitt á markamínútunni, það er léttir að brjóta ísinn. Við hefðum átt að fylgja því eftir í seinni hálfleik en það klikkaði hjá okkur." „Sem betur fer náðum við öðru markinu, við förum bjartsýnir inn í seinni leikinn og við höfum fulla trú á að við förum áfram. Mér fannst við betra liðið hér í dag og við verðum bara að taka það hugarfar út," sagði Albert. Björn Daníel: Erum sterkara lið„Við unnum Evrópusigur en þetta er óþarfa mark sem við fáum á okkur ofan á það að ég hefði viljað vinna þetta stærra," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Það var óþarfi að fá á sig mark strax eftir hálfleikinn, sérstaklega þegar við höfum öll völd á vellinum." Þrátt fyrir að hafa yfirburði allan leikinn náðu FH ekki að hrista lið USV Eschen-Mauren af sér. „Að mínu mati hefðum við átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik, þeir hentu sér fyrir boltann og við skutum í slánna. Svona er þetta í Evrópuleikjum, ef þú nýtir ekki færin þín þá færðu það einfaldlega í bakið." „Mér finnst við vera sterkara en þetta lið og við ætlum okkur að fara til Liechtenstein og vinna þann leik."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira