Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 11:20 Bob Diamond. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira