Viðskipti innlent

Umfangsmikið svart hagkerfi innan ferðaþjónustunnar

BBI skrifar
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar stöðugt.
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar stöðugt. Mynd/Pjetur
Ætla verður að umfang svartrar starfsemi í ferðaþjónustugeiranum sé um 10-12 milljarðar króna á ársgrundvelli hið minnsta. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Áætluð gjaldeyrissköpun af erlendum ferðamönnum var 135 milljarðar í fyrra. Ætla má að 7,5 - 8,5% viðskipta fari fram óuppgefið.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Erna Hauksdóttir, hefur töluverðar áhyggjur af þessari þróun. Hún segir að hana helst bitna á þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki með öll tilskilin leyfi og greiða af þeim skatta, tryggingar og önnur gjöld. „Það hefur myndast hálfgert gullgrafaræði í þessum geira," segir hún í samtali við Viðskiptablaðið.

Svört atvinnustarfsemi skiptist í þrennt innan ferðaþjónustunnar. Í fyrsta lagi hefðbundin svört atvinnustarfsemi, sem er algeng í veitingageiranum. Í öðru lagi aðilar sem reka starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi, en það er mjög algengt t.d. varðandi gistirými og jeppaferðir. Í þriðja lagi eru dæmi um að rukkað sé fyrir ferðaþjónustu erlendis áður en ferðamenn koma til landsins, þeir fjármunir skila sér aldrei inn í íslenskt kerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×