Íslensk selalátur gætu lokkað sundfima hvítabirni Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2012 06:00 Dæmi er um ísbjörn sem synti nærri 700 kílómetra á 9 dögum. Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar í fyrra. Þeir höfðu komið fyrir hálsól á ísbirninum með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Sundið hefði reynst birninum enn auðveldara ef hann hefði aðeins þurft að fara frá ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna. Athyglisvert er að ísbirnirnir sem sést hafa á Íslandi á undanförnum árum hafa allir komið fyrri hluta sumars, á sama tíma og landsselir kæpa, eða eru með unga kópa. Þeirri spurningu hefur því verið varpað fram hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokki þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Þekkt er að ísbirnir eru einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í tuga kílómetra fjarlægð. Á Vatnsnesi, þar sem ísbjörn er talinn hafa sést í gær, eru einhverjar mestu selaslóðir hér við land og af þeim sökum er Selasetur Íslands starfrækt á Hvammstanga. Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra. Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 "Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Staðfesting sem fékkst á síðasta ári á ótrúlegu sundþreki ísbjarna sýnir að þeir geta synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn fylgdust þá með birnu í hafinu norður af Alaska synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra leið á níu dögum án þess að nærast. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar í fyrra. Þeir höfðu komið fyrir hálsól á ísbirninum með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Sundið hefði reynst birninum enn auðveldara ef hann hefði aðeins þurft að fara frá ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna. Athyglisvert er að ísbirnirnir sem sést hafa á Íslandi á undanförnum árum hafa allir komið fyrri hluta sumars, á sama tíma og landsselir kæpa, eða eru með unga kópa. Þeirri spurningu hefur því verið varpað fram hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokki þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Þekkt er að ísbirnir eru einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í tuga kílómetra fjarlægð. Á Vatnsnesi, þar sem ísbjörn er talinn hafa sést í gær, eru einhverjar mestu selaslóðir hér við land og af þeim sökum er Selasetur Íslands starfrækt á Hvammstanga. Vatnsnes stendur við Húnaflóa, en örnefnið er eitt skýrasta dæmið um að hvítabirnir hafa verið þekktir frá fyrstu tíð mannvistar á landinu. Í Vatnsdælasögu segir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli fann birnu og tvo húna á vatninu og nefndi það því Húnavatn. Síðar fór hann með bjarndýrin til Noregs og gaf þau Haraldi konungi hárfagra.
Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30 "Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15
Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. 4. júlí 2012 23:30
"Finnst hvorki tangur né tetur af bangsa" Lögreglan á Blönduósi hefur hætt leit að hvítabirninum í Húnaflóa. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar er farin í hvíld en leit verður haldið áfram á morgun. 4. júlí 2012 23:45