Íslenski boltinn

Sandra María með tvö og Þór/KA með tveggja stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Hin 17 ára gamla Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir topplið Þór/KA sem vann 6-2 sigur á Selfossi í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA komst í 2-0 í upphafi leiks en Selfoss tókst að jafna fyrir hlé. Þór/KA var síðan sterkara í seinni hálfleiknum.

Þór/KA er búið að vinna 6 af 8 deildarleikjum sínum í sumar og er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar sem gerðu á sama tíma jafntefli í Eyjum. Sandra María Jessen er á ný orðin markahæsti leikmaður deildarinnar eftir þessu tvö mörk.

Sandra María Jessen kom Þór/KA í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu þrettán mínútum leiksins en Melanie Adelman og Guðmunda Brynja Óladóttir voru búnar að jafna metin áður en þrettán mínútur voru liðnar og staðan var 2-2 í hálfleik.

Kayle Grimsley kom Þór/KA yfir í upphafi seinni hálfleiks og þær Lára Einarsdóttir og Tahnai Annis og Lillý Rut Hlynsdóttir bættu síðan við mörkum á síðustu 25 mínútum leiksins.

Selfossliðið var að tapa þriðja leiknum í röð og hefur fengið á sig fimm mörk eða fleiri í þeim öllum.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×