Innlent

Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð.

Gods rule er nýr fjölspilunarleikur fyrir vafra og spjaldtölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í rúmt ár hjá tölvuleikjaframleiðandanum Gogogic og er stefnt að því að gefa hann út í byrjun næsta árs.

„Í stuttu máli byggir hann á ævintýrahefðinni sem við þekkjum ansi vel á þessu landi," segir Jónas Antonsson, forstjóri Gogogic. „Þarna má finna allskonar kynjaverur, guði og vætti. Spilarar setja sig í hlutverk einhvers sem vill ná völdum í þessum heimi og gerir hann það í samstarfi við sína félaga."

Leikurinn verður ókeypis en engu að síður sjá menn gróðavon í honum því spilarar munu eiga kost á að borga fyrir að komast hraðar áfram í leiknum.

„Án þess þó að þeir geti farið út í það að kaupa sér sigur sem er mikilvægt í svona leikjum. Það er að segja, forðast þær aðstæður menn geti keypt sér sigur með einhverjum hætti."

Og hjá Gogogic setja menn markið hátt og stefna að því að milljónir manna muni spila leikinn að staðaldri.

„Það er hvorki óraunhæft eða óhæft með svona leiki að það gerist ef vel gengur," segir Jónas.

Nú er verið leita að áhugasömum spilurum til þess að prófa leikinn og hjálpa til við að klára þróun hans.

„Við erum að fara með það í gang núna að leyfa fólki að skrá sig og taka þátt. Fólk getur gert það á PlayGodsRule.com"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×