Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar uppskar hún mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna.
„Það að fara gegn sitjandi forseta til 16 ára og velgja honum svo undir uggum að hann þurfti að fara í heljarinnar kosningabaráttu" braut blað í sögunni að mati Þóru.
Þóra lýsti miklu þakklæti í ræðu sinni. Hún sagði orð ekki geta lýst gleðinni og þakklætinu yfir öllum þeim stuðningi sem hún hefur fengið meðal fólksins í kringum hana.
Hún sagði kosningabaráttuna verið magnað ferðalag. Hún lýsti þeirri skemmtilegu u-beygju sem tilvera hennar hefur tekið frá því að reka bændagistingu á Önundarfirði síðasta sumar og þvo sængurföt fyrir ferðamenn til þess að bjóða sig fram til forseta, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hún sagði að með framboðinu hefði hún og samstarfsfólk hennar haft áhrif á samfélagið sitt og það væri aðalatriðið. Fleiri á Íslandi hefðu áttað sig á því að það væri þörf á nýjum tóni á Íslandi og fólk þyrfti að fara að snúa bökum saman.
Þegar Þóra og Svavar gengu inn á kosningavökuna mættu þeim mikil fagnaðarlæti og minnti inngangan helst á göngu Hollywood-stjarna eftir rauða dreglinum.
Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá ræðu Þóru.
Þóra segist hafa brotið blað í sögunni
BBI skrifar
Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
