Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-2 | Myndir úr Garðabænum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 18. júlí 2012 15:31 Mynd/Valli Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. Þór/KA byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á fimmtu mínútu þegar Sandra María Jessen sendi á Tahnai Annis sem skallaði boltann í netið framhjá Söndru Sigurðardóttur. Norðankonur fengu fínt færi strax í næstu sókn en svo ekki söguna meir fyrr en á 73. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í leiknum. Í milli tíðinni var Stjarnan með boltann og fékk fjölda færa auk skota utan teigs. Yfirburðirnir voru miklir en aðeins Harpa Þorsteinsdóttir kom boltanum í netið, á 40. mínútu. Þó sigurinn hafi ekki verið verðskuldaður var hann sætur fyrir gestina frá Akureyri en liðið nú fimm stigum á undan Breiðabliki og Stjörnunni þegar átta umferðir eru eftir af mótinu. Þorlákur: Vorum með mikla yfirburði á vellinum„Við klúðruðum alveg svakalega mörgum færum í þessum leik. Það er ekki nóg að vera betri, þær refsuðu okkur grimmilega með tveimur skyndisóknum. Ég held þær hafi átt þrjár góðar sóknir í leiknum og skorað tvö mörk," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta hefur loðað við okkur í sumar, því miður. Við fáum einhver 15 til 20 góð færi í þessum leik. „Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu leikjum en seinna markið sló okkur útaf laginu og við vorum ekki mjög beinskeyttar eftir það. Fram að því vorum við með miklar yfirburði á vellinum, gríðarlega yfirburði. „Þær gera þetta mjög vel. Þær æfa það sem þær eru góðar í og það er að skila þeim. Þetta er besta liðið á Íslandi í dag og það er endalaust hægt að tala um að þú sért betri úti á vellinum en við klúðruðum þessu sjálfar með að nýta ekki færin," sagði Þorlákur em gefur meistaravonina þó ekki upp á bátinn þó staðan sé erfið. „Við hættum ekkert. Við byrjum upp á nýtt og skipuleggjum okkur. Við erum með marga leikmenn í meiðslum og höfum verið að spila á tæpum hóp síðustu vikur en erum vonandi að fá einn til tvo leikmenn inn í þetta aftur sem hjálpar okkur. Spilamennskan var nægjanlega góð til að vinna þennan leik en það er erfitt að sakast við leikmennina. „Við vorum búnar að vinna 14 leiki í röð á heimavelli. Það tapa öll lið," sagði Þorlákur að lokum. Jóhann: Það frábærasta sem ég hef gert í dag„Þetta var frábært, ég held að þetta sé það frábærasta sem ég hef gert í dag," sagði glettinn Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir sigurinn í kvöld. „Fótbolti er ekki sanngjarn og þetta var ekki sanngjarnt en það er mikilvægt að koma því að stelpurnar mínar áttu skilið að fá eitthvað út úr þessu miðað við baráttuna sem þær lögðu í þetta. Að því leiti er þetta í báðar áttir en Stjarnan var með yfirburði á vellinum, það sjá allir. „Við erum með mjög beitta brodda upp á við og þegar liðið berst svona þá gerir það þeim kleift að stinga eins og þær gerðu. „Við vissum að við myndum ekki koma hingað og stjórna leiknum. Við vildum halda boltanum betur en við gerðum en við vorum að mæta hér einu albesta liðinu á landinu og mér finnst að þær eigi að stjórna leikjum, þær eru það góðar. Við vorum meðvitaðar um að við þyrftum að hafa mjög mikið fyrir þessu og værum að elta. „Á tímabili var ég farinn að sætta mig við stigið með mikilli baráttu. Það virðist koma mörgum á óvart í hvert einasta skipti sem við vinnum en mér finnst það mjög gaman. Það er gaman að vera liðið sem þarf að koma á óvart," sagði Jóhann en árangur kemur honum og leikmönnum liðsins ekki á óvart. „Við ætlum að vera í toppbaráttu. Mér finnst þessi sigur hér vera góð vísbending um að það sé mikill karakter í hópnum mínum þó hann sé með ofboðslega ungan meðalaldur," sagði Jóhann sem er ekki farinn að gæla við Íslandsmeistaratitilinn þó staða liðsins í deildinni sé góð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. Þór/KA byrjaði leikinn betur og komst yfir strax á fimmtu mínútu þegar Sandra María Jessen sendi á Tahnai Annis sem skallaði boltann í netið framhjá Söndru Sigurðardóttur. Norðankonur fengu fínt færi strax í næstu sókn en svo ekki söguna meir fyrr en á 73. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í leiknum. Í milli tíðinni var Stjarnan með boltann og fékk fjölda færa auk skota utan teigs. Yfirburðirnir voru miklir en aðeins Harpa Þorsteinsdóttir kom boltanum í netið, á 40. mínútu. Þó sigurinn hafi ekki verið verðskuldaður var hann sætur fyrir gestina frá Akureyri en liðið nú fimm stigum á undan Breiðabliki og Stjörnunni þegar átta umferðir eru eftir af mótinu. Þorlákur: Vorum með mikla yfirburði á vellinum„Við klúðruðum alveg svakalega mörgum færum í þessum leik. Það er ekki nóg að vera betri, þær refsuðu okkur grimmilega með tveimur skyndisóknum. Ég held þær hafi átt þrjár góðar sóknir í leiknum og skorað tvö mörk," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Þetta hefur loðað við okkur í sumar, því miður. Við fáum einhver 15 til 20 góð færi í þessum leik. „Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu leikjum en seinna markið sló okkur útaf laginu og við vorum ekki mjög beinskeyttar eftir það. Fram að því vorum við með miklar yfirburði á vellinum, gríðarlega yfirburði. „Þær gera þetta mjög vel. Þær æfa það sem þær eru góðar í og það er að skila þeim. Þetta er besta liðið á Íslandi í dag og það er endalaust hægt að tala um að þú sért betri úti á vellinum en við klúðruðum þessu sjálfar með að nýta ekki færin," sagði Þorlákur em gefur meistaravonina þó ekki upp á bátinn þó staðan sé erfið. „Við hættum ekkert. Við byrjum upp á nýtt og skipuleggjum okkur. Við erum með marga leikmenn í meiðslum og höfum verið að spila á tæpum hóp síðustu vikur en erum vonandi að fá einn til tvo leikmenn inn í þetta aftur sem hjálpar okkur. Spilamennskan var nægjanlega góð til að vinna þennan leik en það er erfitt að sakast við leikmennina. „Við vorum búnar að vinna 14 leiki í röð á heimavelli. Það tapa öll lið," sagði Þorlákur að lokum. Jóhann: Það frábærasta sem ég hef gert í dag„Þetta var frábært, ég held að þetta sé það frábærasta sem ég hef gert í dag," sagði glettinn Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir sigurinn í kvöld. „Fótbolti er ekki sanngjarn og þetta var ekki sanngjarnt en það er mikilvægt að koma því að stelpurnar mínar áttu skilið að fá eitthvað út úr þessu miðað við baráttuna sem þær lögðu í þetta. Að því leiti er þetta í báðar áttir en Stjarnan var með yfirburði á vellinum, það sjá allir. „Við erum með mjög beitta brodda upp á við og þegar liðið berst svona þá gerir það þeim kleift að stinga eins og þær gerðu. „Við vissum að við myndum ekki koma hingað og stjórna leiknum. Við vildum halda boltanum betur en við gerðum en við vorum að mæta hér einu albesta liðinu á landinu og mér finnst að þær eigi að stjórna leikjum, þær eru það góðar. Við vorum meðvitaðar um að við þyrftum að hafa mjög mikið fyrir þessu og værum að elta. „Á tímabili var ég farinn að sætta mig við stigið með mikilli baráttu. Það virðist koma mörgum á óvart í hvert einasta skipti sem við vinnum en mér finnst það mjög gaman. Það er gaman að vera liðið sem þarf að koma á óvart," sagði Jóhann en árangur kemur honum og leikmönnum liðsins ekki á óvart. „Við ætlum að vera í toppbaráttu. Mér finnst þessi sigur hér vera góð vísbending um að það sé mikill karakter í hópnum mínum þó hann sé með ofboðslega ungan meðalaldur," sagði Jóhann sem er ekki farinn að gæla við Íslandsmeistaratitilinn þó staða liðsins í deildinni sé góð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira