Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 3-0 | Pepsi-deild kvenna Kristinn Páll Teitsson á Vodafone-vellinum skrifar 17. júlí 2012 15:34 Valskonur sýndu styrk sinn á fimm mínútna kafla þegar þær gerðu út um leik sinn gegn ÍBV á Vodafone vellinum í Pepsi deild kvenna í kvöld. Þær þurftu einfaldlega á sigri í kvöld ef þær ætluðu sér að vera með í toppbaráttunni í sumar. ÍBV gátu hinsvegar skilið Valsliðið eftir og jafnað Þór/KA á toppi deildarinnar. ÍBV voru sterkari í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað farið með forystuna inn í hálfleik ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Brett Marons í marki Vals. Valsliðið kom þó ákveðnara inn í seinni hálfleik og náðu fljótlega forystunni, þar var að verki Dagný Brynjarsdóttir eftir fyrirgjöf frá Thelmu Björk Einarsdóttir. Aðeins mínútu síðar átti Dagný stungusendingu á Telmu Þrastardóttir sem skoraði framhjá Bryndísi. Dagný skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Valsliðsins aðeins nokkrum mínútum síðar og gerði út um leikinn. Þá fékk hún sendingu frá Telmu af kantinum og skoraði með góðu skoti frá vítateigspunktinum. Dagný fékk svo möguleikann á að setja þrennu þegar hún fékk vítaspyrnu en Bryndís sá við henni. Eftir þetta fjaraði leikurinn nokkuð út og lauk leiknum því með 3-0 sigri Vals. Dóra: Fundum fyrir uppgjöf hjá þeim„Við fundum fyrir uppgjöf hjá þeim þegar við skorum annað markið og við gengum á lagið við það og kláruðum bara leikinn stuttu seinna," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals eftir leikinn. „Miðað við færin sem þær fengu í fyrri hálfleik þá var gott að komast inn í hálfleik 0-0, við getum þakkað Brett fyrir það." „Sumarið er búið að vera svolítið upp og niður hjá okkur en loksins kom einhver stöðugleiki hjá okkur í dag og vonandi getum við haldið þessu gengi áfram." Valsstúlkur kláruðu leikinn á fimm mínútna kafla þegar Dagný Brynjarsdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu þrjú mörk á aðeins fimm mínútum. „Dagný er búin að vera frábær í síðustu leikjum, það munar mikið um hana. Hún er leikmaður sem getur stigið upp og getur unnið leiki upp á eigin spýtur." Elísa: Verður að skora til að vinna leiki„Við hefðum þurft að nýta færin okkar betur, við fáum 2-3 dauðafæri í fyrri hálfleik," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV eftir leikinn. „Þegar maður skorar ekki þá er erfitt að vinna leiki, sérstaklega á móti góðu liði eins og Val. Þær refsa fyrir öll mistök, þær gerðu það hér í kvöld og komu mun sterkari inn í seinni hálfleik." Eftir að hafa haft undirtökin í fyrri hálfleik skoraði Valsliðið snemma í seinni hálfleik þrjú mörk og gerði út um leikinn. „Maður verður að halda áfram og koma jafn sterkur inn í seinni hálfleik en við gerðum það ekki. Fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins var einbeitingin inn í klefa og það gerði út um leikinn." „Ég hafði alltaf smá trú að við gætum komist aftur inn í þetta, framherjarnir okkar eru það góðir að ég hafði alltaf trú en það gekk því miður ekki upp hér í kvöld," sagði Elísa. Dagný: Erum að stíga upp á réttum tíma„Við þurftum að setja mörk í seinni hálfleik og maður reyndi bara að hafa áhrif," sagði Dagný Brynjarsdóttir, markaskorari Vals eftir leikinn í kvöld. „Við töluðum okkur saman í hálfleik og ákváðum að vera nær hröðu leikmönnunum þeirra. Það skilaði sér, þær sóttu varla á markið okkar fyrir utan hérna undir lokin þegar við vorum orðnar allar gráðugar að skora mark." „Mér fannst við vera mun betri í seinni hálfleik, þær spiluðu kick-and-run í fyrri hálfleik og við vorum mikið að hlaupa og elta þær. Við ákváðum að hætta því og halda boltanum og spara orkunna sem við náðum að gera vel." „Við erum búnar að vera góðar síðustu tvo leiki, vonandi er þetta allt að koma hjá okkur. Við erum að stíga upp núna og á góðum tíma, við erum ennþá inn í öllum keppnum," sagði Dagný. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valskonur sýndu styrk sinn á fimm mínútna kafla þegar þær gerðu út um leik sinn gegn ÍBV á Vodafone vellinum í Pepsi deild kvenna í kvöld. Þær þurftu einfaldlega á sigri í kvöld ef þær ætluðu sér að vera með í toppbaráttunni í sumar. ÍBV gátu hinsvegar skilið Valsliðið eftir og jafnað Þór/KA á toppi deildarinnar. ÍBV voru sterkari í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað farið með forystuna inn í hálfleik ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Brett Marons í marki Vals. Valsliðið kom þó ákveðnara inn í seinni hálfleik og náðu fljótlega forystunni, þar var að verki Dagný Brynjarsdóttir eftir fyrirgjöf frá Thelmu Björk Einarsdóttir. Aðeins mínútu síðar átti Dagný stungusendingu á Telmu Þrastardóttir sem skoraði framhjá Bryndísi. Dagný skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Valsliðsins aðeins nokkrum mínútum síðar og gerði út um leikinn. Þá fékk hún sendingu frá Telmu af kantinum og skoraði með góðu skoti frá vítateigspunktinum. Dagný fékk svo möguleikann á að setja þrennu þegar hún fékk vítaspyrnu en Bryndís sá við henni. Eftir þetta fjaraði leikurinn nokkuð út og lauk leiknum því með 3-0 sigri Vals. Dóra: Fundum fyrir uppgjöf hjá þeim„Við fundum fyrir uppgjöf hjá þeim þegar við skorum annað markið og við gengum á lagið við það og kláruðum bara leikinn stuttu seinna," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals eftir leikinn. „Miðað við færin sem þær fengu í fyrri hálfleik þá var gott að komast inn í hálfleik 0-0, við getum þakkað Brett fyrir það." „Sumarið er búið að vera svolítið upp og niður hjá okkur en loksins kom einhver stöðugleiki hjá okkur í dag og vonandi getum við haldið þessu gengi áfram." Valsstúlkur kláruðu leikinn á fimm mínútna kafla þegar Dagný Brynjarsdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoruðu þrjú mörk á aðeins fimm mínútum. „Dagný er búin að vera frábær í síðustu leikjum, það munar mikið um hana. Hún er leikmaður sem getur stigið upp og getur unnið leiki upp á eigin spýtur." Elísa: Verður að skora til að vinna leiki„Við hefðum þurft að nýta færin okkar betur, við fáum 2-3 dauðafæri í fyrri hálfleik," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV eftir leikinn. „Þegar maður skorar ekki þá er erfitt að vinna leiki, sérstaklega á móti góðu liði eins og Val. Þær refsa fyrir öll mistök, þær gerðu það hér í kvöld og komu mun sterkari inn í seinni hálfleik." Eftir að hafa haft undirtökin í fyrri hálfleik skoraði Valsliðið snemma í seinni hálfleik þrjú mörk og gerði út um leikinn. „Maður verður að halda áfram og koma jafn sterkur inn í seinni hálfleik en við gerðum það ekki. Fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins var einbeitingin inn í klefa og það gerði út um leikinn." „Ég hafði alltaf smá trú að við gætum komist aftur inn í þetta, framherjarnir okkar eru það góðir að ég hafði alltaf trú en það gekk því miður ekki upp hér í kvöld," sagði Elísa. Dagný: Erum að stíga upp á réttum tíma„Við þurftum að setja mörk í seinni hálfleik og maður reyndi bara að hafa áhrif," sagði Dagný Brynjarsdóttir, markaskorari Vals eftir leikinn í kvöld. „Við töluðum okkur saman í hálfleik og ákváðum að vera nær hröðu leikmönnunum þeirra. Það skilaði sér, þær sóttu varla á markið okkar fyrir utan hérna undir lokin þegar við vorum orðnar allar gráðugar að skora mark." „Mér fannst við vera mun betri í seinni hálfleik, þær spiluðu kick-and-run í fyrri hálfleik og við vorum mikið að hlaupa og elta þær. Við ákváðum að hætta því og halda boltanum og spara orkunna sem við náðum að gera vel." „Við erum búnar að vera góðar síðustu tvo leiki, vonandi er þetta allt að koma hjá okkur. Við erum að stíga upp núna og á góðum tíma, við erum ennþá inn í öllum keppnum," sagði Dagný.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira