Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 19:10 Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira