Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 19:10 Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskipi af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust. Eimskip rann í faðm kröfuhafa sinna eftir hrunið en stærstu hluthafar þessa stærsta skipafyrirtækis landsins eru í dag slitastjórn Landsbankans, sem fer með 37 prósenta hlut og bandaríska fyrirtækið Yucaipa sem á 32 prósenta hlut, sem það eignaðist 2009 eftir að Eimskip fór í gegnum fjárhagsalega endurskipulagningu. Undanfarna mánuði hafa fjárfestar sett sig í samband við þessa aðila með fyrirhuguð kaup á hlutabréfum í Eimskip í huga. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa viðræður meðal annars staðið yfir við Lífeyrissjóð verzlunarmanna og hafa þessar viðræður nú borið ávöxt. Samkvæmt heimildum sem fréttastofa metur traustar hefur lífeyrissjóðurinn nú náð samkomulagi um kaup á 14 prósenta hlut í Eimskip af þessum aðilum, slitastjórn LÍ og Yucaipa og er kaupverðið rúmlega 5 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hvernig bréfin skiptast milli Yucaipa og slitastjórnar Landsbankans. Ekki er útilokað að Eimskip sé enn vænlegra en áður fyrir skráningu með traustan fjárfesti eins og einn stærsta lífeyrissjóð landsins í hluthafahópnum. Þá má gera ráð fyrir að verðmæti eignarhlutar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna aukist strax í haust ef skráning félagsins gengur vel. Miðað við þetta kaupverð er heildarverðmæti Eimskipafélagsins 36 milljarðar króna. Og því hefur verðmæti þess aukist verulega á undaförnum þremur árum. Telja má fullvíst að þau bréf sem seld verða í Eimskip í haust í Kauphöllinni komi frá slitastjórn Landsbankans og Yucaipa, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi sem langtímafjárfestir eftir hrun. Þeir sem standa nálægt þessum aðilum, þ.e seljendum og kaupendum, vildu ekki láta neitt hafa eftir sér um viðskiptin í dag. En samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar stendur til að tilkynna formlega um viðskiptin eftir helgi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira