Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. júlí 2012 14:34 Mynd / Ernir Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Breiðablik hóf leikinn öllu betur og komst yfir á 12. mínútu með marki Guðrúnar Arnardóttur eftir hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir var allt í öllu á miðjunni í upphafi leik en eftir markið tók Stjarnan öll völd á miðjunni. Breiðablik lék með fjóra varnarmenn í tígul uppstillingu og myndaðist stórt gat í vörninni sem Gunnhildur Yrsa nýtti sér eftir langa sendingu Söndru Sigurðardóttur markvarðar. Staðan því 1-1 eftir tuttugu mínútna leik. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni yfir með skondnu marki sem skrifast alfarið á Birnu Kristjánsdóttur markvörð Breiðabliks. Harpa átti mislukkaða fyrirgjöf sem Birna virtist halda að færi framhjá en snúningur var á boltanum sem fór í stöngina og inn. Birna hefði hæglega getað náð boltanum en skutlaði sér ekki á hann fyrr en hann var kominn í markið. Stjarnan reyndi að nýta sér lítið sjálfstraust Birnu í markinu og skaut að marki við hvert tækifæri en er leið á fyrri hálfleik datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist. Breiðablik var mun meira með boltann en liðið náði ekki að skapa sér afgerandi færi og var Stjarnan mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Liðið hefði átt að fá víti um miðbik seinni hálfleiks en það kom ekki að sök því Harpa Þorsteinsdóttir skoraði glæsilegt mark sjö mínútum fyrir leikslok og gerði út um leikinn. Fanndís Friðriksdóttir fékk besta færi Breiðabliks rétt áður en loka flautið gall en það var í takt við flestar sóknaraðgerðir liðsins í leiknum. Skotið lélegt og langt framhjá. Þó Breiðablik hafi verið meira með boltann voru sóknir Stjörnunnar beittari og því má segja að sigurinn hafi verið sanngjarn hjá Íslandsmeisturunum. Valur er einnig kominn áfram sem og KR sem komst áfram eftir 1-2 sigur á Aftureldingu eftir framlengdan leik. Liðin fjögur sem eru því í undanúrslitum eru Stjarnan, Valur, KR og Þór/KA.Valur - FH 6-0 1-0 Elín Metta Jensen (31.), 2-0 Laufey Björnsdóttir (44.), 3-0 Dóra María Lárusdóttir (46.), 4-0 Elín Metta Jensen (82.), 5-0 Svava Rún Hermannsdóttir (90.), 6-0 Elín Metta Jensen (90.+3). Harpa: Eitt fallegasta mark sem ég hef skorað„Hausinn var í lagi í dag. Við spiluðum hér fyrir nokkrum vikum þar sem mörg spjöld fóru á loft og við vissum að úrslitin myndu ráðast hvort liðið héldi haus," sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna. „Við byrjuðum ekki leikinn, við vorum alveg með rassgatið í jörðinni fyrsta korterið og vorum heppnar að þær skoruðu bara eitt mark á okkur. Svo komum við okkur inn í leikinn og kláruðum fyrri hálfleikinn yfir, það var mikilvægt. „Við förum út í seinni hálfleik með vænlega stöðu og vissum að ef við myndum ekki fá á okkur mark þá myndum við vinna leikinn og þetta er bikarleikur, þegar þær ná ekki að skora þá ýta þær framar og við refsum þeim," sagði Harpa sem skoraði eitt af fallegustu mörkum sumarsins þegar hún gulltryggði sigurinn. „Ég hitti hann bara vel, þetta er örugglega eitt af fallegustu mörkunum sem ég hef skorað. Við nýttum færin okkar vel í dag. Þær voru meira með boltann og við féllum óþarflega aftarlega en við nýttum það sem við fengum í rauninni og svo áttum við að fá vítaspyrnu," sagði Harpa að lokum. Þorlákur: Sanngjarn sigur„Þetta var mjög jafn leikur sem hefði getað endað hvernig sem er en ég held að við höfum gert færri mistök og það hafi orsakað það að við unnum," „Við komum okkur í mjög góða stöðu en Blikar eru með frábæran mannskap og léttleikandi lið en mér fannst þær ekki ná að skapa sér mikið af færum eftir að við komumst í 2-1. Maður hafði ekkert rosalegar áhyggjur og á endanum klárum við þetta með stór glæsilegu marki. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. „Við misstum varnarmann útaf um miðjan fyrri hálfleik. Það var erfitt að missa Írunni útaf og það riðlaði vörninni hjá okkur og við þurftum að breyta skipulaginu. Það hefur verið mikið um afföll hjá okkur undanfarið og við reyndum að spara orkuna og leyfa þeim að spila boltanum aftast á vellinu, þær opnuðu okkur ekki þar. Á síðasta þriðjung voru þær í brasi og oft rangstæðar en maður er aldrei rólegur gegn svona sterku liði. „Dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu í stöðunni 2-1 og það hefði klárað leikinn líka. Þegar við sóttum fengum við góð færi og við fengum fleiri færi en Blikar en þær voru meira með boltann," sagði Þorlákur að lokum. Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur„Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegur keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Ef maður horfir á þennan leik, Þá erum við með boltann allan tímann og það vantar herslumuninn á réttu hlaupin inn fyrir og réttu sendinguna. Ég get ekki verið annað en sáttur með leik stúlknanna en ég er auðvitað sér með að hafa tapað þessu. „Við sköpum okkur færi en hversu oft flaggaði línuvörður á okkur og dæmdi rangstöðu. Ef hann sleppir því erum við sloppnar inn gegn markverði. Ég var ekki í línu til að dæma það en auðvitað er ég ósáttur í hvert skipti sem hann lyftir flagginu en ég treysti þeim. Við þurfum að skerpa á þessu. „Síðasta sending og rétt hlaup, hvaða lið ætlar að stoppa okkur þá ef við erum að spila svona við Íslandsmeistarana. Við erum alltaf með boltann. Við spilum alltaf út frá marki en þær gera það ekki því þær þora því ekki. Ekkert lið þorir að spila fótbolta gegn okkur. Það er kick and run og vona það besta. Það gekk vel hjá Stjörnunni í kvöld og þær eiga heiður skilið því það eru góð lið sem þurfa svona fá færi til að skora mörk,“ sagði Hlynur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Breiðablik hóf leikinn öllu betur og komst yfir á 12. mínútu með marki Guðrúnar Arnardóttur eftir hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir var allt í öllu á miðjunni í upphafi leik en eftir markið tók Stjarnan öll völd á miðjunni. Breiðablik lék með fjóra varnarmenn í tígul uppstillingu og myndaðist stórt gat í vörninni sem Gunnhildur Yrsa nýtti sér eftir langa sendingu Söndru Sigurðardóttur markvarðar. Staðan því 1-1 eftir tuttugu mínútna leik. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni yfir með skondnu marki sem skrifast alfarið á Birnu Kristjánsdóttur markvörð Breiðabliks. Harpa átti mislukkaða fyrirgjöf sem Birna virtist halda að færi framhjá en snúningur var á boltanum sem fór í stöngina og inn. Birna hefði hæglega getað náð boltanum en skutlaði sér ekki á hann fyrr en hann var kominn í markið. Stjarnan reyndi að nýta sér lítið sjálfstraust Birnu í markinu og skaut að marki við hvert tækifæri en er leið á fyrri hálfleik datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist. Breiðablik var mun meira með boltann en liðið náði ekki að skapa sér afgerandi færi og var Stjarnan mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Liðið hefði átt að fá víti um miðbik seinni hálfleiks en það kom ekki að sök því Harpa Þorsteinsdóttir skoraði glæsilegt mark sjö mínútum fyrir leikslok og gerði út um leikinn. Fanndís Friðriksdóttir fékk besta færi Breiðabliks rétt áður en loka flautið gall en það var í takt við flestar sóknaraðgerðir liðsins í leiknum. Skotið lélegt og langt framhjá. Þó Breiðablik hafi verið meira með boltann voru sóknir Stjörnunnar beittari og því má segja að sigurinn hafi verið sanngjarn hjá Íslandsmeisturunum. Valur er einnig kominn áfram sem og KR sem komst áfram eftir 1-2 sigur á Aftureldingu eftir framlengdan leik. Liðin fjögur sem eru því í undanúrslitum eru Stjarnan, Valur, KR og Þór/KA.Valur - FH 6-0 1-0 Elín Metta Jensen (31.), 2-0 Laufey Björnsdóttir (44.), 3-0 Dóra María Lárusdóttir (46.), 4-0 Elín Metta Jensen (82.), 5-0 Svava Rún Hermannsdóttir (90.), 6-0 Elín Metta Jensen (90.+3). Harpa: Eitt fallegasta mark sem ég hef skorað„Hausinn var í lagi í dag. Við spiluðum hér fyrir nokkrum vikum þar sem mörg spjöld fóru á loft og við vissum að úrslitin myndu ráðast hvort liðið héldi haus," sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna. „Við byrjuðum ekki leikinn, við vorum alveg með rassgatið í jörðinni fyrsta korterið og vorum heppnar að þær skoruðu bara eitt mark á okkur. Svo komum við okkur inn í leikinn og kláruðum fyrri hálfleikinn yfir, það var mikilvægt. „Við förum út í seinni hálfleik með vænlega stöðu og vissum að ef við myndum ekki fá á okkur mark þá myndum við vinna leikinn og þetta er bikarleikur, þegar þær ná ekki að skora þá ýta þær framar og við refsum þeim," sagði Harpa sem skoraði eitt af fallegustu mörkum sumarsins þegar hún gulltryggði sigurinn. „Ég hitti hann bara vel, þetta er örugglega eitt af fallegustu mörkunum sem ég hef skorað. Við nýttum færin okkar vel í dag. Þær voru meira með boltann og við féllum óþarflega aftarlega en við nýttum það sem við fengum í rauninni og svo áttum við að fá vítaspyrnu," sagði Harpa að lokum. Þorlákur: Sanngjarn sigur„Þetta var mjög jafn leikur sem hefði getað endað hvernig sem er en ég held að við höfum gert færri mistök og það hafi orsakað það að við unnum," „Við komum okkur í mjög góða stöðu en Blikar eru með frábæran mannskap og léttleikandi lið en mér fannst þær ekki ná að skapa sér mikið af færum eftir að við komumst í 2-1. Maður hafði ekkert rosalegar áhyggjur og á endanum klárum við þetta með stór glæsilegu marki. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. „Við misstum varnarmann útaf um miðjan fyrri hálfleik. Það var erfitt að missa Írunni útaf og það riðlaði vörninni hjá okkur og við þurftum að breyta skipulaginu. Það hefur verið mikið um afföll hjá okkur undanfarið og við reyndum að spara orkuna og leyfa þeim að spila boltanum aftast á vellinu, þær opnuðu okkur ekki þar. Á síðasta þriðjung voru þær í brasi og oft rangstæðar en maður er aldrei rólegur gegn svona sterku liði. „Dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu í stöðunni 2-1 og það hefði klárað leikinn líka. Þegar við sóttum fengum við góð færi og við fengum fleiri færi en Blikar en þær voru meira með boltann," sagði Þorlákur að lokum. Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur„Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegur keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. „Ef maður horfir á þennan leik, Þá erum við með boltann allan tímann og það vantar herslumuninn á réttu hlaupin inn fyrir og réttu sendinguna. Ég get ekki verið annað en sáttur með leik stúlknanna en ég er auðvitað sér með að hafa tapað þessu. „Við sköpum okkur færi en hversu oft flaggaði línuvörður á okkur og dæmdi rangstöðu. Ef hann sleppir því erum við sloppnar inn gegn markverði. Ég var ekki í línu til að dæma það en auðvitað er ég ósáttur í hvert skipti sem hann lyftir flagginu en ég treysti þeim. Við þurfum að skerpa á þessu. „Síðasta sending og rétt hlaup, hvaða lið ætlar að stoppa okkur þá ef við erum að spila svona við Íslandsmeistarana. Við erum alltaf með boltann. Við spilum alltaf út frá marki en þær gera það ekki því þær þora því ekki. Ekkert lið þorir að spila fótbolta gegn okkur. Það er kick and run og vona það besta. Það gekk vel hjá Stjörnunni í kvöld og þær eiga heiður skilið því það eru góð lið sem þurfa svona fá færi til að skora mörk,“ sagði Hlynur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira