Rúta með 50 eldri borgurum fór út af þjóðvegi 1 við Másvatn, leiðina á milli Lauga og Mývatns, um fimm leytið í dag. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um umferðaróhappið skömmu síðar.
Ekki urðu slys á fólki samkvæmt tilkynningu frá lögreglu og því engir sjúkrabílar kallaðir á vettvang. Aftur á móti var björgunarsveit Landsbjargar frá Mývatni send á vettvang til þess að aðstoða lögreglu.
Farþegunum er nokkuð brugðið en óslasaðir eins og fram hefur komið.
Rúta með eldri borgurum hafnaði utan vegar
