Viðskipti innlent

Eggert spenntur fyrir N1

BBI skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda.

Eggert segir að honum hafi líkað vel að vinna hjá HB Granda og veit ekki til þess að menn þar á bæ hafi viljað losna við hann. Ástæðan fyrir því hann ákveður að söðla um er bara sú að hann er spenntur fyrir nýjum starfsvettvangi.

Eggert er enn viðloðandi kontórinn á HB Granda og verður út júlí. Hann tekur svo við starfinu hjá N1 í byrjun september. Hann sér ekki fyrir sér að með tilkomu sinni muni N1 breytast sérstaklega. „Fyrirtækið er vel rekið eins og er og ég mun bara stefna að því að halda því áfram," segir hann.


Tengdar fréttir

Forstjóraskipti hjá N1

Hermann Guðmundsson hættir sem forstjóri N1 og við starfinu tekur Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Þetta staðfestir Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður N1.

Hermann fær fyrsta almennilega sumarfríið í 18 ár

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri N1, vissi ekki að til stæði að segja honum upp. Hann fékk uppsagnabréf í morgun. "Það leið ekkert yfir mig," segir hann. "Þetta er bara eitthvað sem allir forstjórar þurfa að búa við. Það eru nýlega búnar að eiga sér stað eignabreytingar í félaginu og þá er þetta alltaf hlutur sem getur fylgt í kjölfarið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×