Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 15:40 Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira