Innlent

Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum

Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Dómstólinn dæmir Erlu rúmlega 20.000 evrur í skaðabætur eða rúmlega þrjár milljónir króna frá íslenska ríkinu. Björk voru dæmdar nokkuð hærri bætur eða um 5,5 milljónir króna.

Málin höfðuðu þær eftir að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt þær sekar í meiðyrðamálum. Hjá Björk var um að ræða svokallað Vikumál en stefnandi þess var þáverandi eigandi Goldfinger í Kópavogi. Skrif Bjarkar birtust í Vikunni á sínum tíma.

Í tilfelli Erlu var stefnandi í málinu eigandi nektarstaðarins Strawberries í Lækjargötu. Skrif Erlu birtust í DV á sínum tíma

Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að með dómunum í málum gegn þeim Erlu og Björk hafi íslenska ríkið brotið gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×