Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 2-1 | Stjarnan í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum skrifar 27. júlí 2012 15:34 Mynd/Valli Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Þór/KA í framlengdum leik í Garðabænum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Fyrri hálfleikurinn var eign Stjörnukvenna sem tókst þó aðeins að koma boltanum einu sinni í markið. Þar var á ferðinni markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir en hún afgreiddi boltann þá snyrtilega neðst í fjærhornið eftir að hafa leikið laglega á varnarmann norðankvenna. Þrátt fyrir þunga sókn tókst Stjörnunni ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og gestirnir því enn inni í leiknum. Allt annað var að sjá til þeirra eftir upphafsflautið í síðari hálfleik og Sandra María Jessen jafnaði fljótlega metin með draumamarki. Markið var ekki ósvipað marki Marco Van Basten í úrslitaleik EM karla árið 1988 nema boltinn skoppaði og skotið ögn lausara. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigur, Stjarnan skör fleiri, en allt kom fyrir ekki og framlenging staðreynd. Ashley Bares fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora af stuttu færi. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar réðust úrslitin. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa fékk þá boltann fyrir utan teig og hamraði hann óverjandi í fjærhornið. Fyllilega verðskuldaður sigur Stjörnunnar sem mætir Val í bikarúrslitum 25. ágúst. Liðsmenn Þór/KA eiga þó heiður skilinn fyrir endurkomu sína í síðari hálfleik en töpuðu gegn sterkari andstæðingi. Gunnhildur Yrsa: Mikilvægasta og fallegasta markið mitt„Þær unnu okkur seinast hérna og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og hetja Stjörnunnar. Mark Gunnhildar var einkar glæsilegt, hörkuskot fyrir utan teig sem Chantel Jones í marki norðankvenna átti engan möguleika í. „Þetta er örugglega það mikilvægasta sem ég hef skorað og jú örugglega það flottasta líka. Ég er ekki mikið að setjann," sagði Gunnhildur létt en ótrúlegur kraftur var í skotinu miðað við að komið var fram á 106. mínútu. „Nei, ég átti smá orku eftir og ég ákvað að setja hana alla í skotið," segir Gunnhildur Yrsa og hrósaði nýjum liðsmönnum sínum Kate Deines og Veronicu Perez fyrir þeirra framlag. „Mér fannst þær frábærar. Önnur spilaði allar 120 mínúturnar og það sást ekki að þetta væri hennar fyrsti leikur. Hún spilaði frábærlega," sagði Gunnhildur sem hvetur fólk til að fjölmenna á úrslitaleikinn gegn Val þann 25. ágúst. Jóhann Kristinn: Ekki verið að hnjúta um peningahrúgur fyrir norðan„Ég er ofsalega vonsvikinn, alveg svakalega. Við ætluðum að vinna þennan bikar. Þær langaði það svo mikið og ég vona að allir sem komu að þessu hjá okkur hafi séð það. Þær gáfu allt, bókstaflega allt og aðeins rúmlega, í leikinn," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og gestirnir komust lítið áleiðis. Þór/KA mætti þó mun betur stemmt til síðari hálfleiks. „Ef það eru til lið á Íslandi sem detta í gang á móti Stjörnunni og fara að gera einhverjar rósir þá höfum við að minnsta kosti ekki spilað við þau. Þetta er bara svo erfitt lið að eiga við að þú þarft að slást fyrir hverju einasta smáatriði," sagði Jóhann aðspurður um muninn á leik gestanna í fyrri hálfleik og þeim síðari. Katrín Ásbjörnsdóttir var á varamannabekk Þór/KA en hitaði ekki einu sinni upp. „Það er svekkjandi fyrir okkur og hana. Meiðslin tóku sig það illa upp að hún gat ekki spilað. Hún hefur spilað rosalega vel fyrir okkur og átt hlut í flestum mörkum sem við höfum skorað," sagði Jóhann og hrósaði Hafrúnu Olgeirsdóttur sem byrjaði í stöðu fremsta manns. Bikardraumur Akureyringa er úti en liðið stendur vel að vígi í deildinni. Þar hefur liðið fimm stiga forskot og er töluvert rætt um ævintýri norðankvenna í sumar sem enn lifir þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ef þetta er ævintýri eins og margir tala um teljum við að það endi vel eins og þau flest. Fyrir okkur," sagði Jóhann léttur. Stjarnan bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum á dögunum. Aðspurður hvort Akureyringar ætli að styrkja sig segir Jóhann Kristinn mjög erfitt fyrir liðið að styrkja sig. „Stjarnan er að gera mjög stóra hluti með að taka þessa tvo mjög sterku leikmenn inn. Þó önnur (Veronica Perez) hafi kannski ekki sýnt sitt rétta andlit held ég að hún verði drjúg fyrir þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn með góða ferilskrá sem hafa sannað sig," sagði Jóhann og greinilegt að honum finnst liðsstyrkur Garðbæinga mikill. „Að bæta þeim tveimur við þann hóp sem þær höfðu fyrir. Almáttur. Mönnum er alvara hér í Garðabænum," segir Jóhann Kristinn. Aðspurður hvort þeir peningar sem virðast vera til í Garðabænum séu ekki til norðan heiða segir Jóhann: „Ég hef ekki verið að hnjóta um peningahrúgur fyrir norðan. Við erum samt eins og öll lið að kíkja í kringum okkur. Við erum ekkert að spila ellefu gegn ellefu á æfingum. Við erum bara rétt rúmlega ellefu svo við erum að skoða hvort við getum styrkt okkur en það er mjög erfitt," sagði Jóhann. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Þór/KA í framlengdum leik í Garðabænum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Fyrri hálfleikurinn var eign Stjörnukvenna sem tókst þó aðeins að koma boltanum einu sinni í markið. Þar var á ferðinni markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir en hún afgreiddi boltann þá snyrtilega neðst í fjærhornið eftir að hafa leikið laglega á varnarmann norðankvenna. Þrátt fyrir þunga sókn tókst Stjörnunni ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og gestirnir því enn inni í leiknum. Allt annað var að sjá til þeirra eftir upphafsflautið í síðari hálfleik og Sandra María Jessen jafnaði fljótlega metin með draumamarki. Markið var ekki ósvipað marki Marco Van Basten í úrslitaleik EM karla árið 1988 nema boltinn skoppaði og skotið ögn lausara. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigur, Stjarnan skör fleiri, en allt kom fyrir ekki og framlenging staðreynd. Ashley Bares fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora af stuttu færi. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar réðust úrslitin. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa fékk þá boltann fyrir utan teig og hamraði hann óverjandi í fjærhornið. Fyllilega verðskuldaður sigur Stjörnunnar sem mætir Val í bikarúrslitum 25. ágúst. Liðsmenn Þór/KA eiga þó heiður skilinn fyrir endurkomu sína í síðari hálfleik en töpuðu gegn sterkari andstæðingi. Gunnhildur Yrsa: Mikilvægasta og fallegasta markið mitt„Þær unnu okkur seinast hérna og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og hetja Stjörnunnar. Mark Gunnhildar var einkar glæsilegt, hörkuskot fyrir utan teig sem Chantel Jones í marki norðankvenna átti engan möguleika í. „Þetta er örugglega það mikilvægasta sem ég hef skorað og jú örugglega það flottasta líka. Ég er ekki mikið að setjann," sagði Gunnhildur létt en ótrúlegur kraftur var í skotinu miðað við að komið var fram á 106. mínútu. „Nei, ég átti smá orku eftir og ég ákvað að setja hana alla í skotið," segir Gunnhildur Yrsa og hrósaði nýjum liðsmönnum sínum Kate Deines og Veronicu Perez fyrir þeirra framlag. „Mér fannst þær frábærar. Önnur spilaði allar 120 mínúturnar og það sást ekki að þetta væri hennar fyrsti leikur. Hún spilaði frábærlega," sagði Gunnhildur sem hvetur fólk til að fjölmenna á úrslitaleikinn gegn Val þann 25. ágúst. Jóhann Kristinn: Ekki verið að hnjúta um peningahrúgur fyrir norðan„Ég er ofsalega vonsvikinn, alveg svakalega. Við ætluðum að vinna þennan bikar. Þær langaði það svo mikið og ég vona að allir sem komu að þessu hjá okkur hafi séð það. Þær gáfu allt, bókstaflega allt og aðeins rúmlega, í leikinn," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og gestirnir komust lítið áleiðis. Þór/KA mætti þó mun betur stemmt til síðari hálfleiks. „Ef það eru til lið á Íslandi sem detta í gang á móti Stjörnunni og fara að gera einhverjar rósir þá höfum við að minnsta kosti ekki spilað við þau. Þetta er bara svo erfitt lið að eiga við að þú þarft að slást fyrir hverju einasta smáatriði," sagði Jóhann aðspurður um muninn á leik gestanna í fyrri hálfleik og þeim síðari. Katrín Ásbjörnsdóttir var á varamannabekk Þór/KA en hitaði ekki einu sinni upp. „Það er svekkjandi fyrir okkur og hana. Meiðslin tóku sig það illa upp að hún gat ekki spilað. Hún hefur spilað rosalega vel fyrir okkur og átt hlut í flestum mörkum sem við höfum skorað," sagði Jóhann og hrósaði Hafrúnu Olgeirsdóttur sem byrjaði í stöðu fremsta manns. Bikardraumur Akureyringa er úti en liðið stendur vel að vígi í deildinni. Þar hefur liðið fimm stiga forskot og er töluvert rætt um ævintýri norðankvenna í sumar sem enn lifir þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ef þetta er ævintýri eins og margir tala um teljum við að það endi vel eins og þau flest. Fyrir okkur," sagði Jóhann léttur. Stjarnan bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum á dögunum. Aðspurður hvort Akureyringar ætli að styrkja sig segir Jóhann Kristinn mjög erfitt fyrir liðið að styrkja sig. „Stjarnan er að gera mjög stóra hluti með að taka þessa tvo mjög sterku leikmenn inn. Þó önnur (Veronica Perez) hafi kannski ekki sýnt sitt rétta andlit held ég að hún verði drjúg fyrir þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn með góða ferilskrá sem hafa sannað sig," sagði Jóhann og greinilegt að honum finnst liðsstyrkur Garðbæinga mikill. „Að bæta þeim tveimur við þann hóp sem þær höfðu fyrir. Almáttur. Mönnum er alvara hér í Garðabænum," segir Jóhann Kristinn. Aðspurður hvort þeir peningar sem virðast vera til í Garðabænum séu ekki til norðan heiða segir Jóhann: „Ég hef ekki verið að hnjóta um peningahrúgur fyrir norðan. Við erum samt eins og öll lið að kíkja í kringum okkur. Við erum ekkert að spila ellefu gegn ellefu á æfingum. Við erum bara rétt rúmlega ellefu svo við erum að skoða hvort við getum styrkt okkur en það er mjög erfitt," sagði Jóhann.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira