Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur - 0-2 | Valur í úrslit fimmta árið í röð 27. júlí 2012 15:29 Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira