Fótbolti

Robben og Ribery orðnir vinir á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben og Franck Ribery.
Arjen Robben og Franck Ribery. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Arjen Robben og Franck Ribery lenti saman í hálfleik í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Real Madrid og í framhaldinu sektaði Bayern Ribery um 50 þúsund evrur og forráðamenn félagsins tóku þá báða inn á teppið.

Robben segir að þeir félagar séu búnir að gera upp sín mál og að þeir séu klárir í nýtt tímabil með Bayern-liðinu. Bayern varð í öðru sæti í öllum keppnum á síðustu leiktíð og hver veit nema ósætti kappanna eigi sinn þátt í því.

„Eitthvað gerðist á milli okkar og þetta var ekki auðvelt. Þetta var mjög leiðinlegt mál," sagði Arjen Robben við Bild.

„Fram að þessu atviki hafði samband okkar gengið vel innan sem utan vallar. Nú er allt orðið eðlilegt á ný. Við erum að róa í sömu átt á nýjan leik og ég ný þess vonandi að spila með honum á komandi tímabili," sagði Robben.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×