Varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2012 12:07 Ein af myndum Kjarvals úr Garðahrauni. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það." Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur varar við vegaframkvæmdum um Garðahraun. Hann segir að sú stefna að taka ekki tillit til umhverfis og menningarminja þegar út framkvæmdir sé farið sé stórhættuleg. Íbúar á svæðinu telja að vegurinn muni eyðileggja frægar fyrirmyndir Kjarvalsverka. Fyrirmyndir Kjarvalsverka, fögur náttúra og útivistarsvæði verða eyðilögð þegar nýr vegur frá Garðabæ að Álftanesi verður lagður í gegnum Garðahraun. Þetta kom fram í viðtali við íbúa á svæðinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stefnt er að því að hefja vegaframkvæmdir í hrauninu innan skamms, jafnvel í haust. Hafþór Ingvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og forstöðumaður á Kjarvalsstöðum tekur undir með íbúum. „Það eru mjög slæmar fréttir að það eigi að ráðast í þessar framkvæmdir á næstunni. Viðhorf okkar er að þetta sé svæði sem geymi menningarminjar sem beri að vernda og ég vona að yfirvöld hlusti á bæði nágrannana og þá sem hafa áhuga á Kjarval og myndlist og sögu okkar," segir Hafþór. Kjarval heimsótti staði í hrauninu í um aldarfjórðung og málaði um 50 verk af klettum þar sem hann kenndi við Gálgaklett. Í hellisskúta má finna hluta af tækjum hans og enn má sjá málingu í klettunum eftir listamanninn. Bæjarritari Garðabæjar sagði í samtali við fréttamann í gær að vegurinn ætti ekki að fara í gegnum svokallaðan Kjarvalsreit og því væri ekki hægt að tala um eyðileggingu. Hafþór er ekki sammála mati hans. „Þó það fari ekki beint yfir reitinn er nú þegar búið að byggja mjög nálægt honum og hraunið er að tapa gildi sínu. Það er ekki hægt að vernda bara nokkra fermetra og telja að það sé nóg eða haldi gildi svæðisins óskertu," segir Hafþór. Segir Hafþór að taka verði tillit til fleiri þátta en nú er gert þegar unnið er að skipulagsmálum. Aukið tillit þurfi til að mynda að taka til náttúruverndarsjónarmiða og menningarminja. „Ég held að það sé mjög hættuleg stefna og slæm." Kjarval hafi kennt Íslendingum að sjá náttúruna á nýjan hátt og leiki stjórn hlutverk þegar kemur að upplifun Íslendinga á sýnu eigin landi. „Þetta er það svæði sem er næst okkur höfuðborgarbúum og ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda það."
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira