Nýtt myndband frá Tilbury frumsýnt á Vísi á morgun 26. júlí 2012 14:00 Rammi úr myndbandinu sem frumsýnt verður á morgun. Nýtt myndband frá Tilbury lítur dagsins ljós á morgun. Myndbandið er við lagið "Drama" og gerist í sérkennilegri garðveislu hjá ungri stúlku. Um er að ræða ástarsögu stúlku og drengs, en með óvenjulegum blæ þar sem stúlkan reynist vera andsetin. Og veislan er öll hin einkennilegasta. Myndbandinu er leikstýrt af Helga Jóhannssyni og framleitt af Atla Viðari Þorsteinssyni, en það er dansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem leikur andsetnu stúlkuna. Mörgum af fremstu ungu leikurum landsins bregður síðan fyrir í veislunni. Myndbandið var allt tekið upp í einu skoti, sem var metnaðarfullt verkefni fyrir kvikmyndagerðarðarmennina Helga og Atla sem vildu með því færa áhorfandann nær því hvernig það er að upplifa andsetna garðveislu frá fyrstu hendi. Tónlistarmyndbönd Helga og Atla hafa áður vakið eftirtekt landans, ekki síst myndband þeirra við lag Berndsens, Supertime sem olli miklu fjaðrafoki um árið og er eitt vinsælasta myndband íslensks flytjanda á Youtube. Hljómsveitin Tilbury hefur verið iðin við kolann allt frá því að plata sveitarinnar, Exorcise, kom út í byrjun maí. Þeir eru nýkomnir úr tónleikaferð í Noregi og annað kvöld munu þeir stíga á stokk á forkvöldi Bræðslunnar á Borgarfirði eystri. Um Verslunarmannahelgina munu þeir svo koma fram á Innipúkanum í Reykjavík. Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nýtt myndband frá Tilbury lítur dagsins ljós á morgun. Myndbandið er við lagið "Drama" og gerist í sérkennilegri garðveislu hjá ungri stúlku. Um er að ræða ástarsögu stúlku og drengs, en með óvenjulegum blæ þar sem stúlkan reynist vera andsetin. Og veislan er öll hin einkennilegasta. Myndbandinu er leikstýrt af Helga Jóhannssyni og framleitt af Atla Viðari Þorsteinssyni, en það er dansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem leikur andsetnu stúlkuna. Mörgum af fremstu ungu leikurum landsins bregður síðan fyrir í veislunni. Myndbandið var allt tekið upp í einu skoti, sem var metnaðarfullt verkefni fyrir kvikmyndagerðarðarmennina Helga og Atla sem vildu með því færa áhorfandann nær því hvernig það er að upplifa andsetna garðveislu frá fyrstu hendi. Tónlistarmyndbönd Helga og Atla hafa áður vakið eftirtekt landans, ekki síst myndband þeirra við lag Berndsens, Supertime sem olli miklu fjaðrafoki um árið og er eitt vinsælasta myndband íslensks flytjanda á Youtube. Hljómsveitin Tilbury hefur verið iðin við kolann allt frá því að plata sveitarinnar, Exorcise, kom út í byrjun maí. Þeir eru nýkomnir úr tónleikaferð í Noregi og annað kvöld munu þeir stíga á stokk á forkvöldi Bræðslunnar á Borgarfirði eystri. Um Verslunarmannahelgina munu þeir svo koma fram á Innipúkanum í Reykjavík.
Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira