Innlent

Íslendingar mega ekki sigla með frönsku lúxusskipi hér við land

Íslenskir ferðamenn eru einu ferðamennirnir í heiminum sem ekki mega sigla með eina farþegaskipinu, sem stundar reglubundnar strandsiglingar við Ísland á sumrin.

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal stundar þessar siglingar við landið þriðja árið í röð og eru farþegaskipti í Hafnarfirði. Farþegar koma fljúgandi hingað til lands og fljúga héðan.

Ástæða þess að íslendingar geta ekki gert sér dagamun með svona ferð, mun vera að samkvæmt ströngum íslenskum reglum má ekki bjóða Íslendingum ferðir innan íslenskrar lögsögu í farkostum þar sem tollfríðindi eru í boði.

Öðrum kosti yrði að snarhækka verðlag fyrir alla aðra farþega um borð, til samræmis við íslensk tollalög.

Le Boreal er lúxusskip og tekur aðeins um þrjú hundruð farþega og siglir frá Hafnarfirði vestur um land með viðkomu á Ísafirði, síðan í Grímsey, Akureyri, svo aftur vesturfyrir land og til Vestmannaeyja og þaðan til Hafnarfjarðar og tekur ferðin viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×