Fimm skattahæstu greiddu samtals 680 milljónir í opinber gjöld 25. júlí 2012 19:08 Fimm skattahæstu einstaklingar landsins greiða samtals yfir sexhundruð og áttatíu milljónir króna í opinber gjöld. Það er níutíu milljónum meira en í fyrra. Ríkisskattstjóri birti í dag álagningarseðla fyrir árið 2011. Samtals greiða Íslendingar 228 milljarða króna í almennan tekjuskatt og útsvar og hækkar sú tala um 13,5 prósent frá því í fyrra. Þorsteinn Hjaltested er skattakóngur árins og er það annað árið í röð en hann er jafnan kenndur við vatnsendalandið í Kópavogi og greiðir rúmar 185 milljónir króna í skatt. Í öðru sæti er Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnandi Klassíska listandsskólans með tæpar 140 milljónir og í þriðja sæti er Frímann Elvar Guðjónsson viðskiptafræðingur úr hafnafirði með tæpar 130 milljónir. Á hæla hans kemur fyrrum skattadrottningin Guðbjörg M Matthíasdóttir eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en samkvæmt upphaflegum lista sem ríkisskattstjóri sendi frá sér var hún ásamt öðru landsbyggðarfólki ekki á lista, sá listi var hins vegar leiðréttur eftir hádegi. Í fimmta sæti er síðan Poul Jansen, tæplega áttræður Reykvíkingur en hann greiðir tæplega 114 milljónir króna í skatt. Á listanum yfir fimmtíu hæstu gjaldendur er einnig að finna áhrifafólk innan íslensks viðskiptalífs, svo sem Skúla Mogensen eiganda MP banka og Wow air, en hann greiðir tæpar 85 milljónir, sem er þó 27 milljónum minna en í fyrra. Þá greiðir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja tæpar 70 milljónir og Hörður arnarson forstjóri Landsvirkjunar 56. Bjarni Ármannson fyrrum bankastjóri er einnig ofarlega á blaði með 47 milljónir og Ársæll Valfells viðskiptafræðingur situr í fimmtánda sæti með 67 milljónir króna. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Fimm skattahæstu einstaklingar landsins greiða samtals yfir sexhundruð og áttatíu milljónir króna í opinber gjöld. Það er níutíu milljónum meira en í fyrra. Ríkisskattstjóri birti í dag álagningarseðla fyrir árið 2011. Samtals greiða Íslendingar 228 milljarða króna í almennan tekjuskatt og útsvar og hækkar sú tala um 13,5 prósent frá því í fyrra. Þorsteinn Hjaltested er skattakóngur árins og er það annað árið í röð en hann er jafnan kenndur við vatnsendalandið í Kópavogi og greiðir rúmar 185 milljónir króna í skatt. Í öðru sæti er Guðbjörg Astrid Skúladóttir stofnandi Klassíska listandsskólans með tæpar 140 milljónir og í þriðja sæti er Frímann Elvar Guðjónsson viðskiptafræðingur úr hafnafirði með tæpar 130 milljónir. Á hæla hans kemur fyrrum skattadrottningin Guðbjörg M Matthíasdóttir eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en samkvæmt upphaflegum lista sem ríkisskattstjóri sendi frá sér var hún ásamt öðru landsbyggðarfólki ekki á lista, sá listi var hins vegar leiðréttur eftir hádegi. Í fimmta sæti er síðan Poul Jansen, tæplega áttræður Reykvíkingur en hann greiðir tæplega 114 milljónir króna í skatt. Á listanum yfir fimmtíu hæstu gjaldendur er einnig að finna áhrifafólk innan íslensks viðskiptalífs, svo sem Skúla Mogensen eiganda MP banka og Wow air, en hann greiðir tæpar 85 milljónir, sem er þó 27 milljónum minna en í fyrra. Þá greiðir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja tæpar 70 milljónir og Hörður arnarson forstjóri Landsvirkjunar 56. Bjarni Ármannson fyrrum bankastjóri er einnig ofarlega á blaði með 47 milljónir og Ársæll Valfells viðskiptafræðingur situr í fimmtánda sæti með 67 milljónir króna.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira