Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna 9. ágúst 2012 17:06 Mynd/Ernir Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira