Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði 8. ágúst 2012 12:54 Mynd/Valli Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu. Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu.
Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01