Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Valli Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. Íslendingar voru undir lengst af leiknum en gáfust aldrei upp. Þeir komust yfir 27-26 þegar rúm ein og hálf mínúta lifði leiks og fengu vítakast þegar tíu sekúndur voru eftir marki yfir. Snorri Steinn Guðjónsson, sem sat annars á bekknum í dag, steig á punktinn en besti maður vallarins, Nándor Fazekas í marki Ungverja, varði frá Snorra. Ungverjar brunuðu upp og nýttu sér sofandahátt í vörn Íslands og jöfnuðu leikinn í blálokin. Aftur fengu Íslendingar gott tækifæri til þess að tryggja sér sigur í fyrri framlengingunni. Guðjón Valur Sigurðsson fór þá inn úr horninu fullsnemma í síðustu sókn Íslands en færið þröngt og Fazekas varði. Ungverjar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en skot László Nagy small í þverslánni. Í síðari framlengingunni náðu Ungverjar tveggja marka forskoti 34-32 sem Íslendingum tókst ekki að jafna. Ísland fékk 17 sekúndur til að jafna leikinn undir lokin en okkar menn náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Sókninni lauk með undirhandarskoti frá Aroni Pálmarssyni en framhjá markinu fór boltinn. Ungverjar fögnuðu en íslensku strákarnir og þjóðin í sárum. Tapið er vægast sagt grátlegur endir á frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins í London. Liðið var lengi í gang í dag og ýmislegt sem vantaði í leik liðsins. Þrátt fyrir mótlætið héldu okkar menn haus, jöfnuðu leikinn endurtekið en misstu Ungverja jafnóðum fram úr sér á ný. Sérstaklega voru dýrkeyptar þær mínútur sem Íslendingar voru manni fleiri án þess að nýta sér það. Hreiðar Levý Guðmundsson átti frábæra innkomu í síðari hálfleikinn í marki Íslands. Segja má að hann hafi kveikt neistann sem vantaði en Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik. Aron Pálmarsson var sjóðandi heitur lengi vel í sókninni þar sem hann bæði skoraði og lagði upp mörk. Þá skoruðu Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson mikilvæg mörk undir lokin og í framlengingunum. Besti maður vallarins var þó Nándor Fazekas í marki Ungverja sem varði 25 skot. Þá spilaði vörn Ungverja virkilega vel og gerði sókn Íslands erfitt fyrir á löngum köflum. Stórskyttan László Nagy skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir Ungverja sem spila til verðlauna á mótinu. Þátttöku Íslands er lokið. Frekari umfjöllun og viðtöl um leikinn koma inn á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira