Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Magnús Halldórsson skrifar 6. ágúst 2012 17:46 Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira