Helgaruppskriftin - Raw tómata - og gulrótarsúpa Elfu 3. ágúst 2012 10:30 Elfa Þorsteinsdóttir ætlar að kenna Íslendingum að elda hráfæði á Gló laugardaginn 11. ágúst. Mörg ár eru síðan Elfa tileinkaði sér hráfæði en hún mun kenna Íslendingum að matreiða svokallað raw-fæði á námskeiði í Gló laugardaginn 11. ágúst. Þar tekur hún meðal annars fyrir: Morgunmat – mismunandi hugmyndir, raw-brauð sem geta hjálpað meltingunni, pitsur, osta bæði úr hnetum og fræjum, chia-snakk, kökur og ís og svo margt fleira. Lífið leitaði til Elfu eftir einfaldri raw-uppskrift fyrir byrjendur.Raw-tómata- og gulrótarsúpa2 box vel rauðir kirsuberjatómatar4-5 gulrætur1 rauð paprika1 tsk. salt1 epli2 hvítlauksrif6 msk. ólífuolíaFerskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, óreganó og basil Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman. Rétt í lokin er kryddjurtunum bætt út í blandarann og hann settur í gang í nokkrar sekúndur. Ef þið viljið fá „rjómalegri" áferð á súpuna má bæta út í einni lárperu (avocado) eða smá möndlu, hnetu- eða fræmjólk. Hellið í skálar og skreytið með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum.Áhugasamir um námskeiðið geta haft samband við Elfu í netfangið elfa@raw.is. Súpur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Mörg ár eru síðan Elfa tileinkaði sér hráfæði en hún mun kenna Íslendingum að matreiða svokallað raw-fæði á námskeiði í Gló laugardaginn 11. ágúst. Þar tekur hún meðal annars fyrir: Morgunmat – mismunandi hugmyndir, raw-brauð sem geta hjálpað meltingunni, pitsur, osta bæði úr hnetum og fræjum, chia-snakk, kökur og ís og svo margt fleira. Lífið leitaði til Elfu eftir einfaldri raw-uppskrift fyrir byrjendur.Raw-tómata- og gulrótarsúpa2 box vel rauðir kirsuberjatómatar4-5 gulrætur1 rauð paprika1 tsk. salt1 epli2 hvítlauksrif6 msk. ólífuolíaFerskar kryddjurtir eins og steinselja, kóríander, timían, óreganó og basil Allt sett í blandara nema kryddjurtirnar (gott að byrja á tómötunum og láta þá verða að góðum vökva áður en hitt er sett út í) og blandað vel saman. Rétt í lokin er kryddjurtunum bætt út í blandarann og hann settur í gang í nokkrar sekúndur. Ef þið viljið fá „rjómalegri" áferð á súpuna má bæta út í einni lárperu (avocado) eða smá möndlu, hnetu- eða fræmjólk. Hellið í skálar og skreytið með ólífuolíu og ferskum kryddjurtum.Áhugasamir um námskeiðið geta haft samband við Elfu í netfangið elfa@raw.is.
Súpur Uppskriftir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira