Bandaríski spretthlauparinn Jeff Demps, sem var í 4x100 metra boðhlaupssveit Bandaríkjanna á ÓL og vann silfur þar, er búinn að semja við NFL-félagið New England Patriots.
Demps var hlaupari hjá Flórída-háskólanum en var ekki valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar þar sem hann vildi einbeita sér að spretthlaupunum og fara á ÓL í London.
Hinn 22 ára gamli Demps hefur nú ákveðið að henda hlaupaskónum upp í hillu og spila í NFL-deildinni í vetur.
Verður áhugavert að fylgjast með þessum hraðskreiða strák í NFL-boltanum.
