Erlent

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna

BBI skrifar
Mynd/facebook síða Kasparov

Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Kasparov var ekki kominn að dómshúsinu til að mótmæla, aðeins til að fylgjast með. Ekkert er vitað um afdrif hans sem stendur. Kasparov hefur að undanförnu staðið í hárinu á forseta Rússlands, Vladimir Putin, og stjórnvöldum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×