Fótbolti

Hungurverkfall Pesoli á enda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pesoli í skallaeinvígi gegn Brasilíumanninum Lucio.
Pesoli í skallaeinvígi gegn Brasilíumanninum Lucio. Nordicphotos/Getty
Ítalski knattspyrnumaðurinn Emanuele Pesoli batt í gær enda á vikulangt hungurverkfall sitt. Pesoli var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára bann frá knattspyrnu fyrir sinn þátt í hagræðingu úrslita í leik með Siena í ítölsku deildakeppninni.

Peslo hóf hungurverkfall sitt í síðustu viku í kjölfar dómsins og hlekkjaði sig við aðgangshliðið að höfuðstöðvum ítalska knattspyrnusambandsins í Róm á laugardag. Hann óskaði eftir fundi með forseta sambandsins til að ræða sín mál en hann neitar staðfastlega sök.

Pesoli, sem leikur með Verona í dag, er einn fjölmargra sem hlotið hafa refsingu fyrir sinn þátt í hagræðingu úrslita í ítalska boltanum undanfarin ár. Annar er þáverandi knattspyrnustjóri hans hjá Siena, Antonio Conte, sem í dag þjálfar Juventus. Hann hlaut tíu mánaða bann frá knattspyrnu.

„Ég hef slegið mótmælum mínum á frest að hluta vegna aðstoðar varaforseta ítalska knattspyrnusambandsins, Demetrio Albertini, að hluta vegna fyrirhugaðs fundar með Abete (forseta sambandsins) á föstudag og einnig vegna ráðlegginga læknis míns sem neyddi mig til þess að borða í morgun," sagði Pesoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×