Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Tiit Sokk, þjálfari eistneska landsliðsins, varð Ólympíumeistari með Sovetríkjunum 1988. Hér er hann lengst til vinstri á myndinni. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum