Innlent

Hlaup að hefjast í Skaftá

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Stefán Karlsson
Hlaup hófst í Skaftá í gærkveldi eða nótt. Þetta var staðfest fyrir hádegi í dag þegar flugmaður flaug yfir svæðið. Hlaupið kemur úr vestri katlinum og staðsetning ísskjálfta bendir til að hlaupvatnið sé nú í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum. Því mun hlaupið ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða snemma á morgun.

Hlaup úr vestri katlinum eru minni en hlaup úr eystri katlinum og því einnig hættuminni. Það er þó mælt með því að fólk fari ekki að útfalli hlaupsins þar sem hætta er á brennisteinsgasi á því svæði. Einnig má vænta að það hlaupi úr eystri katlinum á næstu dögum eða vikum. Síðast hljóp úr vestri katlinum í júlí 2011.

Myndin sýnir að rafleiðni fer hækkandi á stöðinni á Sveinstindi sem bendir til þess að örlítið vatn hafi nú þegar lekið úr katlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×