Lífið

Íslandsvinur sér eftir framhjáhaldinu

Ronan og Yvonne áður en hún komst að framhjáhaldinu.
Ronan og Yvonne áður en hún komst að framhjáhaldinu. myndir/cover media
Íslandsvinurinn og söngvarinn Ronan Keating, 38 ára skildi við eiginkonu sína, Yvonne, í apríl á þessu ári eftir fjórtán ára langt hjónaband. Ástæðan var framhjáhald söngvarans með 27 ára dansara. Sambandið stóð yfir í sjö mánuði þar til eiginkona söngvarans las klúrin sms-skilaboð á milli Ronan og viðhaldsins þegar hún fann síma sem hann hafði falið fyrir eiginkonu sinni að sama skapi.

Viðhaldið hefur stigið fram í fjölmiðlum og tjáð heiminum að Ronan hafi einfaldlega ekki látið hana í friði þar til hún gaf eftir og neistinn kviknaði á milli þeirra án þess að eiginkona hans og fjölskylda kæmust að því.

"Þetta hafa verið erfið ár - ég fékk nákvæmlega það sem ég átti skilið," lét Ronan hafa eftir sér í útvarpsviðtali spurður um skilnaðinn. Hann talaði opinskátt um mistökin sem hann gerði með eftirsjá.

Ronan á þrjú börn með Yvonne; Jack, 13, Missy, 11 og Ali, 6. Þau hafa ákveðið að vera í góðu sambandi vegna barnanna þrátt fyrir erfiðan skilnað og trúnaðarbrest af hálfu söngvarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×