Fótbolti

Antonio Conte úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann

Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann.
Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann. Nordic Photos / Getty Images
Antonio Conte, þjálfari ítalska meistaraliðsins Juventus, var í dag úrskurðaður í 10 mánaða keppnisbann. Conte áfrýjaði dómi sem féll fyrr í þessum mánuði þar sem hann var fundinn sekur um að hafa vitað um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja hjá Siena sem hann þjálfaði 2010-2011.

Úrslit úr leikjum Siena í næstefstu deild gegn Novara og Albinoleffe í maí 2011 voru til rannsóknar.

Áfrýjunardómstóllinn, sem var með málið til meðferðar, sýknaði Conte í einu atriði málsins þar sem hann var sakaður um að hafa haft rangt við í leiknum gegn Novara. Hinvegar var 10 mánaða keppnisbanni hans ekki aflétt.

Conte ætlar ekki að sætta sig við þessa niðurstöðu og mun hann áfrýja þessum úrskurði til annars dómsstigs og verður málið tekið þar til meðferðar í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×