Sprúðlandi spilamennska 30. ágúst 2012 10:56 Jakob Frímann vakti lukku í Hörpu á laugardagskvöldið. Mynd/Bent marínósson Jakob Frímann Magnússon er maður ekki einhamur, það hefur löngum verið vitað. Um feril hans þarf ekki að fara mörgum orðum og þó. Sólóplötur hans hafa ekki farið mjög hátt á síðustu árum, enda löngu uppseldar og fáar, ef nokkrar, til á geisladiskum. Það stendur hins vegar til bóta. Eitt af sjálfum Jakobs er Jack Magnet, en undir því heiti lék hann djassbræðing í borg englanna, Los Angeles, á árunum fyrir og um 1980. Jack þessi steig á stokk í Hörpu á laugardagskvöldið, en tónleikarnir voru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. Í Bandaríkjunum kynntist Jakob gítarleikaranum og upptökustjóranum Paul Brown. Það var því við hæfi að fá hann til landsins að hita upp fyrir Jack Magnet. Það gerði Paul með sóma, fór hamförum á gítarinn ásamt Friðriki Karlssyni. Undir lék Moses Hightower og sló ekki feilnótu. Sérstaklega var magnað að hlusta á trommarann Magnús Tryggvason Eliassen. Samleikur þeirra Pauls og Friðriks stóð þó upp úr. Sá síðarnefndi upplýsti að þeir hefðu fyrst hist fyrr um daginn og sannar það enn einu sinni að tónlistin er alheimstungumál. Þeir léku við hvern sinn fingur, sóluðu sig saman gegnum lögin og fléttuðu tónunum saman. Minntu helst á smástráka með nýja dótið sitt, slík var spilagleðin og hún smitaði út frá sér. Eftir hlé steig sjálfur Jack Magnet á svið og ekki minnkaði spilagleðin við það nema síður væri. Hann hóf leik sinn á rólegu píanólagi með aðstoð söngsveitar. Rólega farið af stað, en á kynningum Jakobs, sem hann mælti af munni fram með sinni mögnuðu orðkynngi, mátti ljóst vera að von var á meiri hita. Og hann kom. Kvintettinn steig fram og bræðingurinn hófst. Það var hrein unun að fylgjast með Jakobi á sviðinu. Hann sneri sér í allar áttir og lék á það hljómborð sem við átti hverju sinni og flygilinn þegar svo bar undir. Fílingurinn leyndi sér ekki og Korgurinn hristist eins og nafni hans í upphrærðu pressukönnukaffi. Það gleymist stundum hve ofboðslega flinkur hljóðfæraleikari Jakob Frímann Magnússon er. Á sviði bræðingsins er hann á heimavelli, listilega fléttaðar línur á hljómborðinu kölluðust á við hin hljóðfærin, en þar var valinn maður í hverju rúmi, takt skiptingar, sóló og umfram allt; sprúðlandi spilagleði sem reif salinn með sér. Frábærir tónleikar og Jack Magnet mætti halda meira af þeim. Eini gallinn og hann var nokkuð stór var hve grátlega stuttir þeir voru. Með uppklappslögum entist dagskrá Jakobs ekki í fjörutíu mínútur, sem var synd, því góð var hún. Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon er maður ekki einhamur, það hefur löngum verið vitað. Um feril hans þarf ekki að fara mörgum orðum og þó. Sólóplötur hans hafa ekki farið mjög hátt á síðustu árum, enda löngu uppseldar og fáar, ef nokkrar, til á geisladiskum. Það stendur hins vegar til bóta. Eitt af sjálfum Jakobs er Jack Magnet, en undir því heiti lék hann djassbræðing í borg englanna, Los Angeles, á árunum fyrir og um 1980. Jack þessi steig á stokk í Hörpu á laugardagskvöldið, en tónleikarnir voru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. Í Bandaríkjunum kynntist Jakob gítarleikaranum og upptökustjóranum Paul Brown. Það var því við hæfi að fá hann til landsins að hita upp fyrir Jack Magnet. Það gerði Paul með sóma, fór hamförum á gítarinn ásamt Friðriki Karlssyni. Undir lék Moses Hightower og sló ekki feilnótu. Sérstaklega var magnað að hlusta á trommarann Magnús Tryggvason Eliassen. Samleikur þeirra Pauls og Friðriks stóð þó upp úr. Sá síðarnefndi upplýsti að þeir hefðu fyrst hist fyrr um daginn og sannar það enn einu sinni að tónlistin er alheimstungumál. Þeir léku við hvern sinn fingur, sóluðu sig saman gegnum lögin og fléttuðu tónunum saman. Minntu helst á smástráka með nýja dótið sitt, slík var spilagleðin og hún smitaði út frá sér. Eftir hlé steig sjálfur Jack Magnet á svið og ekki minnkaði spilagleðin við það nema síður væri. Hann hóf leik sinn á rólegu píanólagi með aðstoð söngsveitar. Rólega farið af stað, en á kynningum Jakobs, sem hann mælti af munni fram með sinni mögnuðu orðkynngi, mátti ljóst vera að von var á meiri hita. Og hann kom. Kvintettinn steig fram og bræðingurinn hófst. Það var hrein unun að fylgjast með Jakobi á sviðinu. Hann sneri sér í allar áttir og lék á það hljómborð sem við átti hverju sinni og flygilinn þegar svo bar undir. Fílingurinn leyndi sér ekki og Korgurinn hristist eins og nafni hans í upphrærðu pressukönnukaffi. Það gleymist stundum hve ofboðslega flinkur hljóðfæraleikari Jakob Frímann Magnússon er. Á sviði bræðingsins er hann á heimavelli, listilega fléttaðar línur á hljómborðinu kölluðust á við hin hljóðfærin, en þar var valinn maður í hverju rúmi, takt skiptingar, sóló og umfram allt; sprúðlandi spilagleði sem reif salinn með sér. Frábærir tónleikar og Jack Magnet mætti halda meira af þeim. Eini gallinn og hann var nokkuð stór var hve grátlega stuttir þeir voru. Með uppklappslögum entist dagskrá Jakobs ekki í fjörutíu mínútur, sem var synd, því góð var hún. Kolbeinn Óttarsson Proppé
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira