Innlent

Michael Douglas kemur líklega til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Douglas mun hugsanlega leika í mynd um leiðtogafundinn í Höfða.
Michael Douglas mun hugsanlega leika í mynd um leiðtogafundinn í Höfða.
Viðræður standa nú yfir við stórleikarann Michael Douglas um að hann taki að sér að leika Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í nýrri kvikmynd sem mun fjalla um leiðtogafund Reagans og Gorbachev, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986. Náist samningar við Douglas er afar líklegt að hann komi hingað til lands til að leika.

Viðræður standa einnig yfir við leikstjórann Mike Newell, að hann taki að sér að leikstjórahlutverkið, en Newell er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndinni Harry Potter and the Goblet of Fire. Enn er verið að leita að leikara í hlutverk Gorbachev, eftir því sem fram kemur á vefnum Hollywood Reporter.

Hinn þekkti kvikmyndagerðarmaður Ridley Scott er einn af framleiðendum myndarinnar, en hann leikstýrði myndinni Promotheus sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi.

Fyrr í ágúst var líka greint frá því að Toby Maguire, sem þekktastur fyrir að leika Spiderman, mun leika í mynd um Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Laugardalshöll árið 1972. Þeirri mynd mun Ed Zwick leikstýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×