Hinar orkulindirnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þriðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagnagrunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Ekki þarf að fjölyrða um að Ísland er ríkt af endurnýjanlegri, vistvænni orku. Þar höfum við til þessa einblínt á orku fallvatnanna og jarðhitann. Eins og bent er á í greinargerð með þingsályktunartillögunni er hins vegar hugsanlegt að enn meiri orka búi í sjávarföllum við landið en samanlagt í jarðhita- og vatnsauðlindum. Hún hefur ekki verið talin virkjanleg með hagkvæmum hætti, ekki fremur en vindorkan sem Ísland á líka nóg af. Fyrir vikið hefur nýting þessara orkulinda ekki verið á dagskrá hér að ráði og hvorki Orkustofnun né orkufyrirtækin hafa fjárfest í rannsóknum og skrásetningu á orkukostum. Upp á síðkastið hefur Landsvirkjun þó kannað möguleika á að setja upp vindmyllur til orkuvinnslu og ýmsir einkaaðilar byrjað tilraunir með nýtingu vindorku. Þá er þróun sjávarorkutækni hafin hér á landi, meðal annars á vegum fyrirtækisins Valorku ehf. sem Valdimar Össurarson rekur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækið stefndi að því að virkja hæga strauma í röstum og við annes, en til vandræða væri hversu litlar rannsóknir væru til á sjávarföllum við landið. Við þurfum að fara að horfa til fleiri orkulinda en jarðhita og fallvatna, ekki sízt í ljósi þess að sjónarmið umhverfisverndar, útivistar og ferðamennsku takmarka í meira mæli en einu sinni var talið hversu mikið af orkunni er hægt að nýta. Eins og segir í greinargerð tillögunnar er sérhver nýr virkjanakostur nú umdeildari en áður og vatns- og varmaorkan engan veginn óþrjótandi. Mörg nágrannaríkin, til dæmis Írland, Bretland og Danmörk, eru komin á fleygiferð í rannsóknum á sjávar- og vindorku. Við þurfum að fylgjast með þeim rannsóknum og efna til samstarfs við vísindamenn og orkufyrirtæki í nágrannalöndunum. Um virkjun vindorku og sjávarorku gildir að mörgu leyti það sama og um virkjun fallvatna og jarðhita; að sjónarmið um umhverfisvernd og aðra hagkvæma nýtingu viðkomandi svæða geta takmarkað virkjunarmöguleikana. Það fer þó að hluta til eftir þeirri tækni sem er notuð. Sjávarfallavirkjanir með stíflum, eins og sums staðar þekkjast, hafa þannig gífurleg umhverfisáhrif en hverflar sem liggja á hafsbotninum eða í yfirborðinu miklu minni. Til lengri tíma litið getur þurft að raða þeim stöðum, þar sem til greina kemur að virkja vind og sjávarföll, í forgangsröð eins og nú er leitazt við að gera með Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Forsenda þess að það sé hægt, og nýting þessara orkulinda sé raunhæf, eru rannsóknir og kortlagning möguleikanna. Þess vegna er þingsályktunartillagan þörf og ástæða til að hefja þá vinnu sem þar er lagt upp með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Þriðjungur þingheims, þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Skúla Helgasonar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra verði falið að hefja vinnu við mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Þingmennirnir vilja fela ráðherra að stuðla að framgangi tækniþróunar á þessu sviði, byggja upp gagnagrunn og kanna með hvaða hætti Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Ekki þarf að fjölyrða um að Ísland er ríkt af endurnýjanlegri, vistvænni orku. Þar höfum við til þessa einblínt á orku fallvatnanna og jarðhitann. Eins og bent er á í greinargerð með þingsályktunartillögunni er hins vegar hugsanlegt að enn meiri orka búi í sjávarföllum við landið en samanlagt í jarðhita- og vatnsauðlindum. Hún hefur ekki verið talin virkjanleg með hagkvæmum hætti, ekki fremur en vindorkan sem Ísland á líka nóg af. Fyrir vikið hefur nýting þessara orkulinda ekki verið á dagskrá hér að ráði og hvorki Orkustofnun né orkufyrirtækin hafa fjárfest í rannsóknum og skrásetningu á orkukostum. Upp á síðkastið hefur Landsvirkjun þó kannað möguleika á að setja upp vindmyllur til orkuvinnslu og ýmsir einkaaðilar byrjað tilraunir með nýtingu vindorku. Þá er þróun sjávarorkutækni hafin hér á landi, meðal annars á vegum fyrirtækisins Valorku ehf. sem Valdimar Össurarson rekur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækið stefndi að því að virkja hæga strauma í röstum og við annes, en til vandræða væri hversu litlar rannsóknir væru til á sjávarföllum við landið. Við þurfum að fara að horfa til fleiri orkulinda en jarðhita og fallvatna, ekki sízt í ljósi þess að sjónarmið umhverfisverndar, útivistar og ferðamennsku takmarka í meira mæli en einu sinni var talið hversu mikið af orkunni er hægt að nýta. Eins og segir í greinargerð tillögunnar er sérhver nýr virkjanakostur nú umdeildari en áður og vatns- og varmaorkan engan veginn óþrjótandi. Mörg nágrannaríkin, til dæmis Írland, Bretland og Danmörk, eru komin á fleygiferð í rannsóknum á sjávar- og vindorku. Við þurfum að fylgjast með þeim rannsóknum og efna til samstarfs við vísindamenn og orkufyrirtæki í nágrannalöndunum. Um virkjun vindorku og sjávarorku gildir að mörgu leyti það sama og um virkjun fallvatna og jarðhita; að sjónarmið um umhverfisvernd og aðra hagkvæma nýtingu viðkomandi svæða geta takmarkað virkjunarmöguleikana. Það fer þó að hluta til eftir þeirri tækni sem er notuð. Sjávarfallavirkjanir með stíflum, eins og sums staðar þekkjast, hafa þannig gífurleg umhverfisáhrif en hverflar sem liggja á hafsbotninum eða í yfirborðinu miklu minni. Til lengri tíma litið getur þurft að raða þeim stöðum, þar sem til greina kemur að virkja vind og sjávarföll, í forgangsröð eins og nú er leitazt við að gera með Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Forsenda þess að það sé hægt, og nýting þessara orkulinda sé raunhæf, eru rannsóknir og kortlagning möguleikanna. Þess vegna er þingsályktunartillagan þörf og ástæða til að hefja þá vinnu sem þar er lagt upp með.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun