NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2012 09:00 Kobe bregður á leik með Andrew Bynum. Mynd/AP LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111 NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira