Fótbolti

Missti Liverpool af Del Piero? - samdi við Sydney FC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alessandro Del Piero.
Alessandro Del Piero. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalinn Alessandro Del Piero er á leiðinni til Ástralíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við ástralska félagið Sydney FC. Del Piero gerði tveggja ára samning og fær tvær milljónir evra í laun fyrir hvort tímabili.

Del Piero er orðinn 37 ára en hann er með lausan samning eftir að Juventus var ekki tilbúið að framlengja við hann samninginn. Del Piero skoraði 286 mörk í 698 leikjum með Juventus frá 1993 til 2012 og varð sex sinnum ítalskur meistari.

Ítalskir fjölmiðlar sögðu frá því að Liverpool hafi gert tilraun til þess að krækja í leikmanninn í gær en Del Piero valdi frekar að fara í fótsport Robbie Fowler til Ástralíu.

Del Piero var einnig í viðræðum við lið í bandarísku atvinnumannadeildinni en ekkert varð að því að hann færi til Bandaríkjanna. Del Piero boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem að hann tilkynnir væntanlega för sína til Sydney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×