Íslenski boltinn

HK/Víkingur og Þróttur í Pepsi-deild kvenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þróttur snýr aftur í Pepsi-deild kvenna.
Þróttur snýr aftur í Pepsi-deild kvenna. Mynd/Daníel
Þróttur og HK/Víkingur tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Pepsi-deild kvenna. Hvorugt liðanna vann sinn riðil í 1. deild kvenna.

Síðari viðureignirnar í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna fóru fram í gær og réðst þá hvaða lið spila til úrslita í deildinni. Bæði lið komast upp í Pepsi-deild kvenna.

Þróttur hafði betur gegn Fram, 4-0, á Laugardalsvelli og þar með 7-0 samanlagt. HK/Víkingur vann góðan útisigur á Fjölni, 2-1, eftir að liðin skildu jöfn í Fossvoginum um helgina, 2-2.

Það vakti athygli að hvorugt liðanna sem komst upp vann sinn riðil í 1. deildinni. Fram hafði mikla yfirburði í B-riðli og tapaði aðeins einum leik allt sumarið en Þróttur hafnaði í öðru sæti A-riðils, einu stigi á eftir Fjölni.

Þróttur endurheimti sæti sitt í Pepsi-deild kvenna eftir eins árs fjarveru en Fjölnir lék síðast í efstu deild árið 2009, þá í sameiginlegu liði Fjölnis/Aftureldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×